Baráttumál Regnbogans eru skýr

Regnboginn býður fram undir merkjum sjálfstæðis og fullveldis, sjálfbærrar þróunar, jafnréttis, bættra lífskjara almennings, mannréttinda og félagshyggju.

Mikilvægustu málin eru þau sem eru efst á lista; sjálfstæðismálin og andstaða við ESB aðild.  Öll hin málin munu síðan mótast af því hvort þjóðin verður áfram sjálfstæð eða aðeins hornkerling í Brusselveldinu.

Regnboginn hefur kynnt stefnumálin og teflt fram frábærum frambjóðendum í öllum kjördæmum.  Þessir frambjóðendur búa yfir þekkingu á flestum sviðum samfélagsins; þekkingu sem mun nýtast í þjóðfélagi sem treystir á eigin mátt.  Og þeim kjósendum sem þora að láta á það reyna í kjörklefanum.

X við J á kjörseðilinn 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt - Baráttumál Regnbogans eru skýr - og eftir nokkra daga sjáum við hvað margir íslendingar eru á þessari línu ykkar

Rafn Guðmundsson, 25.4.2013 kl. 18:19

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Rafn minn fyrir stuðninginn.    Ekki viljum við láta XB eða XD "baka" okkur, eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 25.4.2013 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband