Vill ekki einhver svara ungu konunni

sem spyr endalaust:   "Væru vextirnir á íbúðaláninu mínu lægri innan ESB?  ÉG VIL VITA."

Vill JÁ-ÍSLAND að þessi unga kona komist að svarinu upp á eigin spýtur - eftir að hún hefur samþykkt aðild að ESB?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nokkuð ljóst að þarna er verið að beita sömu blekkingum og LANDRÁÐAFYLKINGIN notaði þegar því var haldið fram að bara við það eitt að Ísland myndi sækja um "aðild" að ESB, myndu;vextir lækka, matarverð myndi lækka, gengið yrði stöðugra, eldsneytisverð myndi lækka, verðtrygging yrði afnumin og .................  En ekkert af þessu gerðist því allt var þetta byggt upp á lygi og áróðri og INNLIMUNARSINNAR virðast enn vera við sama heygarðshornið.

Jóhann Elíasson, 23.4.2013 kl. 16:47

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jóhann, aðildarsinnar eru ósparir á loforðin - sem er reyndar sameiginlegt einkenni með öllum þeim sem lofa upp í ermina sína.

Því svarar JÁ-Ísland ekki konunni?  Sem spyr svo einlæglega - í auglýsingunni.

Kolbrún Hilmars, 23.4.2013 kl. 17:54

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var að lesa fróðlegan pistil Björns Bjarnasonar frá 2011, afar einkennilegt að sjá það svart á hvítu að umsóknin er á allann hátt ólögleg og þar að auki lyfavafinn. http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/1200874/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2013 kl. 11:53

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, umsóknin ER ólögleg.  Þótt ekki væri nema þess að hún er aðeins byggð á þingsályktun.  Þingsályktun er hvorki meira né minna en einföld viljayfirlýsing þingmanna sem hvorki getur né má skuldbinda sjálfa þjóðina til eins né neins.

En er við öðru að búast að forsprakkarnir reyni svo að blekkja fólk í framhaldinu?  Brussel er falleg borg - og það ku vera enn betra að komast í fríðindastöður þar um slóðir.

Kolbrún Hilmars, 25.4.2013 kl. 14:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo fara þeir í hvíldarferð einu sinni á ári til Strazburgh og flytja með sér húsgögnin sem eru víst þægileg og með öllu sem það kostar, svona til að segja að þeir séu líka í Frakklandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2013 kl. 17:01

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, það er kannski kominn tími til þess að öll spil verði lögð á borðið.  Varðandi fríðindi sendifulltrúa Íslands erlendis - hvar sem er.  Og þá á ég ekki bara við sendiráðin, heldur fastafulltrúa hjá hinum ýmsu heimsapparötum sem Ísland er aðili að.

Kolbrún Hilmars, 25.4.2013 kl. 17:51

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að það er LÖNGU KOMINN TÍMI TIL AÐ SKOÐA ÖLL FRÍÐINDI svokallaðra sendiherra, sem margir eru bara hér heima tilbúnir viðbúnir, ráðnir af vinum og vandamönnum innan stjórnkerfisins.  Það þarf virkilega að rippa upp þetta vinavæðingarkjaftæði og skoða.  En því miður gerist það ekki nema fólk láti vera að kjósa fjórflokkinn, því þau eru öll í sama sukkinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2013 kl. 18:12

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér minnugri menn mega rifja upp hvaða ár og hvernig það atvikaðist að 4 fráfarandi þingmenn Alþýðuflokksins eftir fylgistap í þingkosninum voru allir gerðir að sendiherrum.   Samt minnir mig að Benedikt Gröndal og Eiður Guðnason hafi verið í þeim hópi. Lýsi eftir einhverjum sem hefur betra minni en ég.

Fjórflokkurinn hefur alltaf staðið saman, um það verður ekki deilt.

Kolbrún Hilmars, 25.4.2013 kl. 18:35

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og þeir hafa alltaf séð um sína, þess vegna er stjórnsýslan full af óhæfu fólki því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2013 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband