14.4.2013 | 17:15
Feimnismál kosningabaráttunnar
er greinilega mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar nú um stundir; fullveldið sjálft.
Fráfarandi stjórnarflokkar sáu sér hag í því að sópa ESB umræðunni undir teppið - væntanlega til þess að geta tekið aftur upp þetta eina baráttumál sitt óskaddað í hugsanlegum stjórnarsáttmálaviðræðum eftir þingkosningar í apríl.
Okkur er sagt að "hægt hafi verið á aðildarumræðum", hvað sem það svo þýðir annað en að nú séu ESB aðildarviðræður komnar bak við embættismannaskrifborðin í stað þess að liggja í skugganum undir borðunum.
Líklega hefur einhver glöggur tekið eftir því að stjórnarflokkarnir SF og VG taka sáralítinn sem engan þátt í málefnalegri umræðu í aðdraganda kosninganna. Skiljanlega - ekki vilja þeir eyðileggja sitt eina baráttumál sem eftir lifir af gott betur en fjögurra ára stjórnartíð.
Eigum við að láta þá komast upp með enn eina þöggunina?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
er nokkur ástæða fyrir þig að hafa áhyggjur af þessu. skv. ykkar skilgreiningu erum við já sinnar svo fáir að við skiptum engu máli
Rafn Guðmundsson, 14.4.2013 kl. 17:36
Kolbrún til hamingju með að vera í baráttunni. Gangi ykkur vel með ykkar framlag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2013 kl. 18:28
Rafn, þessir fáu geta verið stórhættulegir.
Nú hafa þeir eyðilagt VG og eru á góðri leið með að eyðileggja XD. Jafnvel SF er í lamasessi - þar sem hinir fáu eru samt fleiri en hinir.
Þér að segja hef ég áhyggjur og þær ekki að ástæðulausu.
Kolbrún Hilmars, 14.4.2013 kl. 18:31
Takk Ásthildur mín, sömuleiðis.
Kolbrún Hilmars, 14.4.2013 kl. 18:35
reyndar erum við sammála um að "fáir geta verið stórhættulegir"
Rafn Guðmundsson, 14.4.2013 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.