Dæmigerð viðbrögð kerfisins

... að vakta, að setja í nefnd, að meta þörf á möguleikum "mótvægisaðgerða".

Af hverju ekki einfaldlega að gera út alla tiltækar fleytur og hirða síldina á meðan hún er enn tæk sem mannamatur?  

 

 


mbl.is Setja upp vöktun í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

...eða dýrafóður Kolbrún, - dýrafóður.  Í bræðslu með þetta allt.  Því fyrr því betra. 

Bírokratar eru að verða heimsins mesta plága allra tíma, einskonar möppudýrasvínaflensumóðuharðindi, sem hellist yfir allt og alla.  Hver og einn er bjargarlaus þegar þessi óværa hellist yfir, hvergi skjól að finna og plágan eyrir engu (-m).

Alls ekki grípa til aðgerða strax, - sko ekki fyrr en búið er að skrifa skýrslu þegar búið er að greina ástandið.  Greina ástandið...skrifa skýrslu....greina ástandið....skrifa skýrslu...greina ástandið....................

Benedikt V. Warén, 4.2.2013 kl. 16:19

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Dýrafóður?  Í bræðslu?  Ónei, Benedikt, ekki einu sinni svo gott.

Bírókratar ríkisins bíða þangað til allt hráefnið, 30 þúsund tonn í desember og nú svipað magn er orðið að grút sem drepur bæði fuglalíf og allt annað kvikt á svæðinu.  Jafnvel matar- og lyktarskyn íbúa í nágrenninu.

Skil reyndar ekki af hverju hreppsbúar gera ekkert í málinu?

Kolbrún Hilmars, 4.2.2013 kl. 17:10

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sa ekki betur en bændur a svæðinu væru farnir að salta heillegustu sildina. Til hvers veit eg ekki en þeir sjá sér hag i þvi. I ráðuneytinu eru menn eflaust að hanna skilti til viðvörunar sild i sjalfsmorðshugleiðingum.

Ragnhildur Kolka, 4.2.2013 kl. 17:24

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnhildur, ég myndi sjálf hirða tunnu eða tvær af síldinni væri ég í aðstöðu til.

Gott að heyra að bændur á svæðinu eru sama sinnis.

Viðvörunarskilti, já einmitt, þarf ráðuneytið þá ekki að byrja á því að kenna síldinni að lesa? 

Kolbrún Hilmars, 4.2.2013 kl. 18:17

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jú, en það er víst i verkahring menntamálaráðuneytisins.

Ragnhildur Kolka, 4.2.2013 kl. 18:54

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú verður skeleggur umhverfisráðherra að hafa skjót handtök og skammta síldinni hæfilegt súrefni hæfilegt magn hverjum einstakling svo allir komist af.

Sigurður Þórðarson, 5.2.2013 kl. 11:30

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég vona að ráðamenn hafi vit á því í framtíðinni að láta veiða síldina áður en hún breytir sér í grút á fjörum.

Þessi líka fína síld, tæpar tvær á kílóið.  Saltaði síld nokkur sumur hér í gamla daga og þá var síldin oft mun smærri.  Í þá daga hefði svona síld ekki verið unnin í dýrafóður.

Kolbrún Hilmars, 5.2.2013 kl. 12:37

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það má ekki hrófla við útreikningum Hafró.  Þeir þurfa á því að halda að fólk hafi trú á því að þeir viti hvað þeir eru að gera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 12:44

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er ekki Hafró komið upp í fjöru líka?

Kolbrún Hilmars, 5.2.2013 kl. 13:55

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú eiginlega, þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð.  Hafa ef til vill aldrei gert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 15:32

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er skrítið hve uppsjávarfiskur er hændur að okkur í kreppunni. Makríllinn syndir upp að bryggjum,síldin landar sér sjálf,en stjórn ,,þessa lands,ser engan feng í góssinu,en spanderar serfræðingum á ýlduna. Æ. hvenær náum við áttum,megum við ekki lifa frumbyggjalifi í bland. Allir una glaðir við sitt.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2013 kl. 00:09

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð hugmynd, Helga.  Þegar makríllinn og síldin sækja svona til lands þá ætti að vera heimilt að veiða hann á færi innan mílu eða tveggja án afskipta yfirvaldsins og utan alls kvóta.  Annað eins fer í hvalinn.

Kolbrún Hilmars, 7.2.2013 kl. 13:16

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tæknikratasamfélagið gerir ekki ráð fyrir almennri skynsemi

Sigurður Þórðarson, 7.2.2013 kl. 15:56

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sennilega ekki, Sigurður.  En væri það ekki aðeins skynsamlegt - og réttlátt, að almenningur mætti veiða að vild allan þann fisk sem slæðist inn fyrir ákveðin mörk frá landi? 

Fyrrum áttu "frumbyggjar" Íslands allt að 3 mílum - ekki svo galin viðmiðun nú.

Kolbrún Hilmars, 7.2.2013 kl. 16:22

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kolbrún, annað hvort ert þú gamaldags eða langt á undan þinni samtíð.

Í hönd fer tími háskólamenntaðra tæknikrata og sérfræðinga sem hagræða eftir keðjubréfaformúlu.  En lífið gengur ekki eftir beinni línu.  Þegar tími sérfræðinganna hefur runnið sitt skeið, mun á ný ganga í garð tími skynseminnar, þegar menn átta sig á því að þeir eru hluti af náttúrunni og komast ekki af án hennar.

Sigurður Þórðarson, 7.2.2013 kl. 18:04

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Veit ekki Sigurður, hvort ég er á undan eða eftir.  En við höfum aðeins efni á tæknikrötum og sérfræðingum þegar eitthvað er umfram.  Þegar að kreppir verða þeir sniðgengnir hvort sem er.  Ekki verra að setja einhver mörk áður en að því kemur.

Kolbrún Hilmars, 7.2.2013 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband