Flókið mál

sem hefur skapast vegna þess að VG er bæði VG og ekki VG.

Forystan vill ESB á meðan flokkssamþykktirnar hafna ESB.

Skal nokkurn undra að menn almennt ruglist í ríminu? 


mbl.is Ekki í nafni Heimssýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heimssýn snýst ekki um stefnu VG eða Sjálfstæðisflokksins, frekar en nokkurn annan flokk. Sú staðreynd að Heimssýn er samansett af þverpólitískt þenkjandi einstaklingum, virðist allt í einu koma mjög mörgum á óvart!

Kannski sumir þurfi að kynna sér fyrir hvað Heimssýn raunverulega stendur? 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.12.2012 kl. 02:05

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir þetta, Anna.

Ég held nú að flestir viti fyrir hvað Heimssýn stendur, en VG þyrfti ef til vill að hnykkja á því fyrir hvað VG stendur.

Kolbrún Hilmars, 11.12.2012 kl. 10:34

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kolbrún. Já, VG þarf að hnykkja á því hvað sá flokkur stendur fyrir, þegar kemur að ESB. Það þurfa allir hinir flokkarnir líka að gera!

Það er engum til góðs að blanda saman stefnu Heimssýnar, og "kannski líklega" meintri stefnu stjórnmálaflokkanna í ESB-málunum.

Voru það ekki Bresk og Hollensk stjórnvöld sem stilltu þeim íslensku upp við vegg eftir bankarán, og fengu ESB í lið með sér? Ég man ekki betur?

Hvers vegna var EES-reglufargana-4"frelsis-forystan" ekki löngu búið að reka Ísland úr EES, fyrst íslensk stjórnvöld vanvirtu reglurnar í kringum bankana, t.d. með ólöglegri verðtryggingu á neytendalán?

Hentar það kannski sumum þarna ytra í 4"frelsis-friðarbandalaginu", að horfa framhjá brotum íslenskrar stjórnsýslu á EES-reglum/lögum, og sundra þannig allri samstöðu almennings á Íslandi?

Það er margt sem bendir til þess, því miður. Og þar með snérist sá (Torbjörn Jaglands) Nóbelaði friðurinn í 180° , og breyttist í ófrið!

Vonandi hef ég rangt fyrir mér í þessum hugleiðingum, en ef ég hef rangt fyrir mér, þá er stjórnleysi og rugl í EES eina skýringin á því að svona ólögleg bankastarfsemi og millilanda-bankarugl hefur fengið að viðgangast innan EES-ESB-landa svona lengi.

Regluverkið þarna ytra minnir mest á togaratroll! Eða hvað? Nú er ég víst komin út á hálan ís, því sjómennirnir kunna víst betur skil á trollveiðum heldur en ég.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.12.2012 kl. 00:00

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð samlíking Anna, þetta með trollið.  Segjum bara flot-troll, það veiðir eftirlitslaust allt kvikt sem slysast of nálægt því.

Kolbrún Hilmars, 13.12.2012 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband