Dæmigerð kerfisviðbrögð

- að ráðast frekar að afleiðingum en orsök.  Með lyfjum í þokkabót - ef fólkið lærir ekki að lifa með einkennunum. 

"Unga fólkið þurfi verkfæri til að komast yfir vanlíðan sína og læra að lifa með henni.  Eitt verkfærið sé lyf..."

En auðvitað er hentugra að koma á legg heilli nýrri geðheilbrigðisstefnu og  setja hóp af umræðusérfræðingum á launaskrá til þess að funda um "verkfærin" en að stjórnvöld skoði eigin ábyrgð á vanlíðan unga fólksins.

 


mbl.is Vaxandi vanlíðan ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og hefur þingmaðurinn íhugað hvers vegna fólkið er þrúgað og þunglynt?  Það skyldi þó ekki m.a. vera vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur ekki staðið við öll loforðin um ný störf og atvinnuppbyggingu, auk þess að rjúfa traust almennings með allskonar svikum og undirferli.  Mér fallast oft hendur þegar ég hugsa um fjáraustur í gæluverkefni og hvernig allt er að fara niður á við, heilbrigðiskerfið, hagkerfið og bara nefndu það.  Þau lofa og lofa og ný byrjar fyrst súpan af loforðum, áhyggjum alveg nýtilkomnum yfir andlegu ástandi þjóðarinnar.  Hún hefur ekki verið merkjanleg í 4 ár. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2012 kl. 17:55

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi viðbrögð minna mig helst á "The Brave New World" Huxleys. 

Þar var róandi Soma-pillum deilt út ókeypis til lýðsins - til þess að halda honum hamingjusömum og í sátt við þjóðfélagskerfið... 

Kolbrún Hilmars, 7.11.2012 kl. 12:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það má alltaf klæða allt í einhvern búning, svo mun sannleikurinn koma í ljós.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband