Kænskubragð flokksforystunnar?

Auðvitað má Björn Valur þingmaður VG bjóða sig fram í Reykjavík - ef hann vill.  Bakland hans er þó í allt öðrum landsfjórðungi og óneitanlega vaknar spurning um til hvers leikurinn sé gerður.

Laumast að sá grunur að ætlunin sé að fá höfuðborgar-vinstrigræna til þess að verjast þessu utanaðkomandi áreiti og þjappa sér um "sitt" fólk.  

Gefa kjósendum og velunnurum einhverja ástæðu til þess að krossa við VG á kjörseðlinum?


mbl.is Björn Valur vill fram í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta heitir að takmarka skaðann, fyrir "heima hjá honum" situr Steingrímur fyrir í fleti, og ætlar ekki að láta ógna sér.  Þeir vita sem er að vegna þeirra eigin aðgerða fá þeir færri menn inn en síðast.  Þeir vona að hann eigi meiri möguleika í Reykjavík, efast samt um það fólk er ekki eins vitlaust og hugsunarlaust og ráðamenn telja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2012 kl. 17:49

2 identicon

Þetta virðist ansi algengt hjá VG og Framsókn...

Skúli (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 20:31

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í síðustu þingkosningum voru þrjár konur í þremur efstu sætum VG í mínu kjördæmi, RS.  Þá var ekki raðað eftir kynjakvóta; kona-karl-kona-karl, eða öfugt. 

Að óbreyttu á BV ekki "sjens" í þennan kvennafans (auk Árna Þórs) á Reykjavíkurlistunum.

Nema VG hyggist fórna Svandísi, sem nýtur ekki almennra vinsælda sem umhverfisráðherra? 

Þó hefur Svandís staðið sig vel í þessu leiðinda ráðherraembætti þar sem lagt er upp með að náttúran eigi að njóta alls vafa.

Kolbrún Hilmars, 4.11.2012 kl. 15:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er að mörgu leyti sammála þér með Svandísi, ég er ekki viss um að hún verði látin gjalda fyrir óvinsældir sínar, því þær koma frá hagsmunaaðilum en ekki kjósendum hennar.  Þeir sem allt vilja tæta niður og eyðileggja fyrir stundargróða eru ekki þeir sem kjósa fólk VG á lista.

Björn Valur tel ég þó að eigi betri möguleika en til dæmis Árni Þór sem er einstaklega ókosningavænn maður.  Hann hefur hvorki með sér útlitið eða gjörðir, er með spillingu á bakinu við kaup og sölu á verðbréfum ef ég man rétt. 

Hvað fengu VG annars marga kjörna fulltrúa í Reykjavík í síðust kosningum?  Hætt er við fylgishruni þessa flokks vegna svikinna kosningaloforða.  Og svo virðist í burðarliðnum nýr flokkur þeirra sem voru í VG.  Ef það verður gert, er hætt við að grasrótinn skili sér ekki í gamla flokkinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2012 kl. 15:14

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn Valur hefur nú eitthvað á bakinu líka.  Spurning hvor karlinn á betur upp á pallborð reykvískra.

Í kosningunum 2009 fékk VG samtals 5 þingmenn í RN+RS.  Vann 1 í RN en hélt óbreyttu í RS.   Svandís+Lilja Mós í RS, Katrín Jak+ÁrniÞór+Álfheiður í RN.

Í vorkosningunum tapa kjördæmin 2 þingmönnum - spurning hverjum?

Kolbrún Hilmars, 4.11.2012 kl. 15:57

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það fer auðvitað eftir því hverjir ná fyrstu sætunum.  Hef alveg trú á að Svandís og Katrín haldi sínu, þá er það spurning um Árna Þór ef þessar tvær eru í fyrstu sætum þá er nokkuð ljóst að róðurinn verður erfiðari fyrir Álfheiði.  Annars veit ég svo sem ekkert um þetta.  En það er alveg ljóst eins og þú segir að ef ekkert breytist hjá flokknum munu þau tapa miklu í kosningum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2012 kl. 17:02

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað tapar VG alls staðar.  Sérstöðu flokksins hefur verið fórnað fyrir ESB aðildarumsókn SF.  

Ég giska á að Reykjavíkurkjördæmin haldi VG á floti, þrátt fyrir allt.  Formaðurinn sjálfur verður mögulega aðeins uppbótarþingmaður í NA kjördæmi. 

Segjum bara að ég lesi það sama úr spilunum og hann sjálfur og Björn Valur.

Kolbrún Hilmars, 4.11.2012 kl. 18:28

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2012 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband