Atvinnuþátttaka við neðri þolmörk?

Samkvæmt nýjustu tölum eru íslendingar um 320.000.

Óvinnufærir (börn, aldraðir, sjúkir, fatlaðir) eru 96.000.
Á vinnufærum aldri eru 224.000. 
Utan vinnumarkaðar eru því óvinnufærir og vinnufærir samtals 152.000.
Starfandi eru 168.000 - eða 52,5% mannfjöldans.

Hver starfandi einstaklingur framfleytir því að meðaltali u.þ.b. einum öðrum að auki.  Þar með talið er láglaunafólk sem framfleytir varla sjálfu sér.

Erum við ekki komin að hættumörkum í þessum efnum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú og þó fyrr hefði verið.  En þessi stjórnvöld bera ekki gæfu til að sjá það sem við blasir.  Þeim finnst í alvöru að þau hafi staðið við allt sitt og gott betur, er haft eftir Jóhönnu í hádegisfréttum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2012 kl. 13:00

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Afsakaðu síðbúið svar, Ásthildur, sama ástæða og áður: 0 athugasemd.

Ég er sammála þér; þessir "kaffi-latte-lepjandi"  nágrannar mínir hafa ekki hundsvit á fjármálum.  Alla vega ekki stærsta fyrirtækis landsins sem heitir "Þjóðfélag".

Helmingur þjóðarinnar nennir enn að sækja vinnu, misjafnlega vel launaða.  En að forsætisráðherra telji það sér til tekna eru hrein öfugmæli. 

Kolbrún Hilmars, 21.9.2012 kl. 15:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og áherslurnar eru afar skrýtnar.  Hér komu þau til að halda fund um atvinnumál. Það sem kom út úr því var að byggja hér aur og snjóflóðavarnargarð, fyrir ofan mig og eyðileggja 3 ára ræktunarstarf auk þess að eyðileggja garðplöntustöðina mína og reka mig út úr húsinu.  Og hver var ávinningurinn? Jú að skaffa verktökum tímabundna vinnu.  Síðan var skrifuð skýrsla utan um þessa ákvörðun.  Sem ég ætla mér að tæta í sundur, ég læt mig ekki fyrr en í fulla hnefana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2012 kl. 16:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

35 ára ræktun á þetta að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2012 kl. 16:35

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vonandi hefur þú betur í þessari baráttu, Ásthildur. 

Ég man eftir að hafa einhvern tíma lesið um stórt eyðileggingarsnjóflóð á Nýja Sjálandi, sem talið var stafa af því að skógurinn í hlíðinni fyrir ofan hafði verið felldur. 

Eins og ég skil það halda hvorki varnargarðar né trjágróður "mega" snjóflóði hvort sem er.   Væri þá ekki nær að velja fegurri kostinn - trjárækt?  Eins og þú ert að gera.

Kolbrún Hilmars, 21.9.2012 kl. 16:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er engin spurning um það Kolbrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2012 kl. 17:41

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Og svo á meðan ég man.  Fæðingarstaður minn á Flateyri varð snjóflóðinu að bráð á sínum tíma.  En ekki fyrir snjóinn, heldur var það loftbylgjan á undan sem þeytti stórum vörubíl á húsið og braut það niður.  Húsið það var niðri á eyri, rétt hjá kirkjunni sem slapp óskemmd.

Skyldu þessir nýtísku varnargarðar stoppa loftbylgjurnar sem alltaf koma á undan?

Kolbrún Hilmars, 21.9.2012 kl. 18:00

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er góð spurning.  Málið er að með því lagi sem kúluhúsið mitt er, þá koma engar svona loftbylgjur því þær fá enga festu í kúlunni og fara því yfir rétt eins og flóðið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2012 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband