15.9.2012 | 16:46
Verðmyndun í innflutningi
Því hefur verið lofað að ef íslendingar gangi í ESB muni matvöruverð lækka umtalsvert.
Reyndar ekki neinar þær vörur sem stundum eru kallaðar "staples", eða grunnvara. Svo sem kornvörur, hrísgrjón, salt, sykur, kaffi, kakó. Það eru aðeins kjötvörur, sumar hverjar, sem átt er við - sem skipta ekki eins miklu máli fyrir heimilisbókhaldið og látið er í veðri vaka.
Öruggt er að margfalt stærri bú og stærri markaður geti framleitt, ja, t.d. ódýrara kjúklinga- og svínakjöt, auk grænmetis, en gerist á Íslandi. Til sölu á heimamarkaði. En dæmið er ekki svo einfalt.
Það kostar nefnilega að flytja afurðina yfir hafið. Svo mikið að yfirleitt velja menn frekar skipaflutning en flug. Íslenski smásalinn er engan veginn samkeppnisfær við smásalann í upprunalandinu og þarf því að láta grunnvöruna (staples) greiða niður kassaverðið. Þessi tímafreki innflutningur á ferskvörum bitnar líka á gæðunum, eins og flestir vandlátir kannast við.
Verðmyndun innflutts varnings er nefnilega reiknuð þannig út að lagt er saman verksmiðjuverðið, flutningskostnaður alla leið frá framleiðslustað, farmtryggingar, þjónustugjöld vegna innflutnings, virðisaukaskattur í tolli og tollur eftir atvikum, svo og sölukostnaður.
Vanti menn varahlut í bílinn sinn, þurfa þeir að greiða allan þennan kostnað að fullu. Bílaverkstæðin geta nefnilega ekki niðurgreitt varahlutina með neinu öðru en launalækkun bifvélavirkjanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
tek algjörlega undir þetta Kolbrún. Það hefur sýnt sig að þar sem ESB hefur fest klærnar hækka vörur en ekki lækka. Fyrir utan að erlendir fjáfestar kaupa upp öll fyrirtæki í landinu sem hægt er að græða á. Því þau höft fara nefnilega allra fyrst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2012 kl. 17:37
Ásthildur, það er kúnstin. Áróðurinn snýst um að sýna fram á lækkað vöruverð á landbúnaðarafurðum frá ESB, en enginn nefnir hækkun á grunnvörunni (staples) á móti sem er sá útgjaldaliður heimilanna sem vegur þyngst þegar upp er staðið.
Fólk kvartaði um matvöruverðshækkanir eftir ESB aðild, bæði á Spáni og Svíþjóð, sem er svolítið sérstakt því aðeins annað ríkjanna tók upp evru.
Svo ekki er sökudólgurinn evran ein...
Kolbrún Hilmars, 15.9.2012 kl. 18:13
Nei, en ég tek eftir þar sem ég fer til dæmis í fyrrum austantjaldslöndum hve allt hefur snarhækkað eftir að þeir fóru inn, núna síðast Slóvenía. Herbergi þar kostar svipað og hér í dag, en hér áður var allt mikið ódýrara í þessum löndum. ESB leggur þunga græðgishönd á allt sem þeir koma nálægt. Og inn koma alþjóðleg fyrirtæki og kaupa upp allt sem skiptir máli í löndunum og hækka verð til samræmis við vesturevrópu, þeim er nefnilega alveg sama um það hvort fólkið innanlands hefur getu til að kaupa eða ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2012 kl. 18:34
Ásthildur, það sem mér þykir fúlast er einmitt þessi pólitíska og viðskiptalega einfeldni ESB sinna; að trúa því að ódýrar kjúklingabringur og svínalundir leysi hag heimilanna. Þegar öll mikilvægasta matvaran (staples eins og ég nefndi) er flutt inn frá öðrum heimsálfum og ESB ríkin eru jafnháð og við.
Þetta fólk er fífl - og það segi ég ekki ótilneydd um nokkurn mann.
Kolbrún Hilmars, 15.9.2012 kl. 19:28
ALgjörlega sammála þér með þetta Kolbrún.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.