Viðskiptasnilld!

Ætti ég hatt, tæki ég hann ofan, a.m.k. tvisvar, fyrir norðmönnum. 

Beiti ESB þessari reglugerð, þá hefur helsta keppinauti norskra á  fiskmörkuðum í Evrópu verið rutt úr vegi. 

Hitt er svo annað mál, að íslenskir fiskútflytjendur þurfa nú að setjast niður og finna nýja markaði. Varla vilja þeir láta reka sig til baka frá evrópskum höfnum með skipin sín full af fiski?


mbl.is Samþykkja beitingu refsiaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var nú að spá í hvort þeir myndu axla ábyrgð á fiskiþurrð á fiskimiðum Íslands og Færeyja þegar þessi afæta verður búin að gjöreyða fiskigengd hjá okkur.  Þetta er rosalegur ránfiskur sem étur allt sem að kjafti kemur.  Og hvernig ætlar þeir að skipta sér af því sem við veiðum innan okkar lögsögu.  Þetta gengur ekki upp.  Þeir eru eins og tannlaust ljón sem öskrar hástöfum en getur ekkert annað gert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 20:10

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, það vakna margar spurningar eftir þessa ESB ákvörðun. Aðeins eitt er víst; ESB-sinnum fjölgar ekki eftir þetta.

Ég bíð eftir að bretarnir tjái sig.   Ef þeir þegja nú þá þýðir það að þeir séu sáttir við að kaupa norskan þorsk í staðinn fyrir íslenskan.   Og hvað segja S-Evrópuþjóðirnar um saltfiskinn?   Vonandi veiða norðmenn nóg fyrir allan Evrópumarkaðinn  :)

Annað atriði er líka komið á hreint; fjórfrelsi EES fyrir Ísland er dauður bókstafur.

Kolbrún Hilmars, 13.9.2012 kl. 13:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það þarf nefnilega að endurskoða EES samninginn og Schengen.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 14:03

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Íslensk stjórnvöld eiga reyndar einn mótleik í stöðunni - að setja útflutningsbann á allan fisk úr íslensku lögsögunni til ESB ríkja.  En ég á eftir að sjá þessar ESB-undirlægjur okkar þora því.

Kolbrún Hilmars, 13.9.2012 kl. 14:28

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo þarf ég að afsaka það, Ásthildur og fleiri, að ég skuli aldrei svara innleggjum ykkar fyrr en seint og um síðir.

Ástæðan er sú að þegar ég kíkka á bloggið mitt les ég alltaf "athugasemdir 0" og held að engar séu til þess að svara.  

Núna eru athugasemdirnar t.d. ennþá núll-margar  þótt þessi hér sé sú fimmta.

Kolbrún Hilmars, 13.9.2012 kl. 15:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ættir að láta stjórnendur vita og biðja þá að skoða þetta Kolbrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 16:55

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vá - eins og við manninn mælt! 

Þín síðasta athugasemd, Ásthildur, er skráð sem nr.6!

Reyndar  hef ég tekið eftir þessu hjá fleirum en mér, er því ekkert að æsa mig.

Kolbrún Hilmars, 13.9.2012 kl. 17:24

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe auðvitað maður er nú ekki norn fyrir ekki neitt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 18:58

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ójá, svona af og til gerast hlutir eins og töfrastaf sé veifað - vestfirski arfurinn, líklega... 

Kolbrún Hilmars, 13.9.2012 kl. 19:07

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 19:25

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ja sa verstfirski  . Tetta med null ath.semd er buid ad vara nokkurn tima let stjornendur vita.   Eg er i tolvu dottur minnar finn ekki kommu eda islenska stafi.Nu tarf eg ad spyrja son minn um tetta fiskisolubann.Hann hefur selt fisk til evropu i 16 ar en seinustu arin til BNA. hann hefur minnkad vid sig nuna,en eg vann vid ad na i is (isaga)og senda prufur,einnig pappira i fragtina a Keflavik.Tad tarf ekki lengur,tæknin tekur yfir. En assgoti er eg reid,einhver sagdi i fyrra hlakkandi her, ad Evropa lokadi a alla fisksolu,eg nefndi ad vid seldum ta til BNA. ,,Islandsvinurinn,, sagdi ta ad tad svaradi ekki kostnadi. Audvitad veit Ivar allt um tad,en nu er barnid ad trufla eg klara fyrst eg for ad byrja,en sendi barattukvedjur og ,set upp ( boxhanskana) Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2012 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband