8.9.2012 | 20:18
Íslenskt lambakjöt aðeins fyrir sælkera
Fréttablaðið var með athyglisverða frétt þann 7.september síðastliðinn sem virðist ekki hafa vakið þá athygli sem hún verðskuldar.
Fyrirsögnin er "Erlendir sælkerar vilja íslenska lambið". Undirfyrirsögnin er "Nýsjálenskt lambakjöt flutt til landsins í fyrsta sinn til að mæta skorti".
Það er þekkt að sumir íslendingar vilja helst fá erlent kjöt á sinn disk og bera því við að það sé svo miklu ódýrara. Magnið fremur en gæðin eru þeirra ær og kýr.
Fyrst um sinn mun hið nýsjálenska lambakjöt verða selt innanlands á sama verði og íslenskt, svo nú mun reyna á bragðlauka innflutningssinna.
Merkilegt líka að innflytjandinn (Íslenskar matvörur ehf) ætlar, að sögn, að "byrja með dýrari vöðva". Einmitt þá sem eftirsóttastir eru af íslenska lambakjötinu erlendis.
Spyrja má: Hvort er ódýrara fyrir okkur að nýta eigin framleiðslu heima fyrir eða skipta henni út fyrir þá sem þarf að flytja dýrum dómum yfir hálfan hnöttinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.9.2012 kl. 16:01 | Facebook
Athugasemdir
.. já kanski Kolbrún ... en góður saltfiskur fæst ekki hér á landi .. tja allavegana get ég ekki fundið slíkar "steikur" hér í verzlunum ... þú ?
Jón Snæbjörnsson, 8.9.2012 kl. 22:00
Þetta þarf að stoppa af, það er bara óþolandi að fólk geti ekki keypt sitt lambakjöt eins og verið hefur. Nú er komið nóg af þessari fjandans Samfóísku og útlendingasleikjuhætti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2012 kl. 00:05
Jón, ég skrifaði upphaflega pistilinn í flýti, breytti honum aðeins nú fyrr í dag og saltfiskurinn datt út. :)
En það er rétt, ég hef ekki séð alvöru íslenskan saltfisk síðustu 40 árin nema á neytendamörkuðum á Spáni og í Portúgal. Þekki þó mæta vel þá gæðaframleiðslu frá fyrri tíð. Hér er ekkert í boði nema fryst og útvatnað saltfiskdrasl - oft illa ormahreinsað, sem enginn útlendur vill kaupa. Ekki skrítið að yngri kynslóðin okkar hafi verið vanin af saltfiskáti.
Ásthildur, alveg rétt. Ef við torgum ekki öllu lambakjötinu, þá er í góðu lagi að flytja út það sem er umfram. En að flytja út, svo frjálslega að það þurfi að bæta markaðnum það upp með kjöti alla leið frá Nýja Sjálandi, ja, þá er eitthvað mikið að í hagræðingu og markaðsmálum.
Nýsjálenska lambakjötið er fáanlegt víða um heim, og ég hef oft á flakki mínu smakkað það á veitingahúsum til þess að prófa. Einu sinni hefur alltaf dugað!
Kolbrún Hilmars, 10.9.2012 kl. 16:46
Við erum með einstakt hráefni í lambakjötinu, það á ekki að fleygja því frá sér, enda hlýtur að vera hægt að hafa íslenskt kjöt ódýrara en innflutt frá Nýja Sjálandi, annað er bara rugl. Svo er einnig með fiskinn, sagt að erfitt sé að fá nýjan íslenskan fisk, þetta er bara eitthvað sem við eigum alls ekki að sætta okkur við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2012 kl. 17:05
Ásthildur, það er ekki aðeins okkur mikilvægt að framleiða fyrir eigin afnot heldur líka að geta boðið ferðamönnum uppá alvöru íslenskan matseðil.
Þú hefur lika ferðast víða og gerir líklega líkt og ég; að borða þann mat sem er á boðstólum í viðkomandi landi. Sérstaklega eitthvað sem maður fær ekki heima!
Svo sem haggis í Skotlandi, sauerkraut í Þýskalandi, ostrur í Bretagne, paella á Spáni, nautasteik í USA, lifandi rækjur í Singapore, hrísgrjóna-akra-rottur í Thailandi, fish&chips í UK - svo eitthvað sé nefnt!
Það er ekki verjandi að ferðamaðurinn komi til Íslands og fái hér ekki annað en nýsjálenskt lambakjöt, danska svínasteik, hollenska kjúklinga og hálfúldinn fisk.
Kolbrún Hilmars, 10.9.2012 kl. 20:46
ALveg sammála, við verðum að geta boðið upp á íslenskan mat. Ég á nefnilega marga erlenda vini og það besta sem þau fá hvert og eitt þeirra er íslenskur fiskur og lambakjöt, íslenskt smjör og harðfiskur. Að vísu fæ ég oftar spekl eða hvernig sem það er skrifa í Þýskalandi en það eru svona lengjur og kjöt með. En það er þjóðarréttur í Dietlingen þar sem þýskir vinir mínir búa, það er réttur frá þeirra svæði. Ég bjó í Skotlandi í tvö ár, og borðaði allan skoskan mat, þar á meðal haggis, og svo elgskjöt í Svíþjóð þar sem ég dvaldi eitt ár í Småland.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2012 kl. 21:14
Ásthildur. Skoskur matur er nú ekki fyrir alla maga!
Eins og ég sagði prófa ég alltaf alla þjóðarrétti á matseðlinum þar sem ég er stödd og einhvern tíma var röðin komin að þjóðlegri lifrarsteik á einhverjum mjög fínum veitingastað - í Edinborg minnir mig. Villibráðarlifrarsteik! Mér verður enn flökurt bara við minninguna. :) Kannastu við þennan rétt?
Kolbrún Hilmars, 10.9.2012 kl. 22:16
Nei reyndar ekki. En ég hef reynt að borða kjúkling í Bretlandi og mun láta það eiga sig framvegis.
Í Svíþjóð prófaði ég ludfisk, og þar sem ég var í heimavistarskóla borðaði ég í mötuneytinu, þar var alltaf á þriðjudögum heilsoðin þorskur með haus og öllu gumsinu ósaltaður, oj barasta ég og önnur íslensk stelpa sem með mér var og reyndar sænskar skólasystur, vorum farnar að fara í kiosken til að fá okkur pylsu með kartöflumús og tómatsósu.
Heimsótti svo þessa sænsku vinkonu mína fyrir 20 árum eða svo, og við fórum og heimsóttum skólan í Vimmerby og fórum í sjoppuna og fengum okkur pylsur með kartöflumús svona upp á nostalgíuna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2012 kl. 22:30
Við gætum í sameiningu örugglega gefið út bók um hvaða þjóðlegu rétti ferðamaðurinn á að forðast svona hér og þar. Þótt ekki væri nema til þess að spara farareyrinn. :)
Ludfisk, sem ég hef reyndar aldrei smakkað í Svíþjóð, minnir mig á þennan líka fína þorsk sem ég einhvern tíma pantaði af matseðli í Boston, man ekki hvað hann hét á matseðlinum. Þetta var fínn og ferskur fiskur að sjá og ekkert annað að nema að hann var algjörlega bragðlaus* og óætur! :)
* sjávarfang er náttúrulega salt og ferskvatnsfiskur er bragðlaus. Hef borðað ferskvatnsfisk úr vötnum í Afríku og Kanada og þekki muninn.
Kolbrún Hilmars, 10.9.2012 kl. 23:02
Hæ, er ekki nógu syfjuð,en glor hungruð,sérstaklega þegar ég sé matar-losta ykkar:) Fór í Háskólabíói kl.5.30 að sjá Intouchables mjög,skemmtileg. Keyrði vinkonu mína heim,kom við hjá syni mínum og tengdadóttur,fékk dýrindis ýsu. Enn bauð hún tengdadóttir mér til Glasgow,í ferð sem hún og vinkona hennar sjá um fyrir Icelandair og þær kalla Maddama,kerling fröken frú. Ég er bara samferðafólki til trafala fyrir flughræðslu. Það er víst mikið fjör hjá þeim stöllum. En villibráðaeitthvað,gæti ég ekki etið. Bíð góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2012 kl. 02:37
Helga, það er alltaf gaman að koma til Skotlands. Svo er flugið líka það stysta sem völ er á héðan :)
En matnum, þessum þjóðlega, má sleppa. Best er að leita uppi gott Angus steakhouse og fá ekta nautasteik!
Kolbrún Hilmars, 11.9.2012 kl. 16:00
Já vinan,hef heyrt krakkana tala um það,sérstaklega dóttur mína og tengdason (matgæðingar),en þau lærðu í Strackligth (man ekki hvernig skrifað) háskólanum,minnir3 ár (hagfr) en tengdadóttir mín sem er að fara núna með Carolu og hópi,byrjaði að fara til Glasgow 12ára m/Gullfossi fyrst. Hún átti íslenska ömmu sem var gift dýralækni í skoska hálendinu,þau voru alltaf að fara þangað.Ég fór einu sinni og auðvitað allt í lagi þegar lent er.þá voru þær stöllur báðar og það var stanslaust eitthvað um að vera,reglulega gaman,mér líkaði best við morgunmatinn,steikt egg og beikon,löðrandi í feiti og ristað brauð. Nú þykir kálfasteik eitthvað spes hjá þeim,ég borða það ekki. Gott að vera orðin syfjuð bíð því góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2012 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.