Huglausir kettir - kokhraustir fuglar

Alltaf kemur eitthvađ á  óvart - jafnvel séđ úr sólstól á svölunum í rólegheitum í blíđunni.

Fyrir um ţađ bil klukkutíma, sá ég utan ađ mér ađ stór svartur fugl  lenti mjúklega í runna- og trjáţykkni nágrannans - til hćgri.  Guli nágrannakötturinn úr nćstu götu var búinn ađ hreiđra um sig í óslegnu kafgrasi  nágrannans - til vinstri.

Svarti fuglinn vakti líka athygli gula kisans, sem hoppađi strax inn i minn garđ ađ girđingunni og hafđi engu minni áhuga á fuglinum en ég sjálf.  Gulur vokađi ţar og vappađi lengi vel, en hvergi sást í fuglinn.  En hann var ţar ţó greinilega enn. 

Gulur stóđst svo ekki mátiđ og fann sér girđingarstaur til ţess ađ hoppa yfir í garđinn til hćgri ţar sem fuglinn hafđi lent og laumađi sér inn í runnaţykkniđ.  Sjálf var ég minna forvitin og einbeitti mér ađ sól og bók.

Viti menn, nokkrum mínútum seinna heyri ég  hávađagarg, "CAWW..."  og lít upp í tíma til ţess ađ sjá tvo ketti fljúga yfir nágrannagirđinguna; á undan fór einn bröndóttur og á eftir sá guli!  Ekki orđum aukiđ ađ ég hafi séđ undir átta mislitar loppur á flótta eins og eldibrandur garđ úr garđi í vinstri-átt.

Eftir ađ kettirnir höfđu veriđ reknir á flótta, sá ég svo fuglana.  Svartir og greinilega "fjölskylda" međ ungum.  En stćrsti fuglinn var óvenjulega stór; stćrri en svartţröstur og mun minni en hrafn.

Mér datt í hug kráka - en getur ţađ veriđ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Áhuga vert, hélt reyndar ađ krákur legđu lít í langferđir. 

En ég er eingin fuglafrćđingur, en háttarlag ţeirra og göngulag er ekki ósvipađ og hjá hröfnum.   

   


  

Hrólfur Ţ Hraundal, 2.8.2012 kl. 23:22

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrólfur, krákur munu hafa slćđst hingađ til lands, en ég er nú heldur enginn fuglafrćđingur. :)

Litur, stćrđ og hljóđ ţessa fugls eru samt einkenni sem ég kannast ekki viđ. Er ţó oft "margfugla" hér í mínum garđi ţegar ég gef á garđann í snjónum.

Kolbrún Hilmars, 3.8.2012 kl. 13:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband