Íslandsvinir tjá sig

Kínverski athafnarmaðurinn Huang Nubo fór ófögrum orðum um Íslendinga þegar hann ávarpaði stjórnendur og nemendur CEIBS viðskiptaskólans í Sjanghæ á dögunum. Þar sagði fjárfestirinn að Íslendingar væru veikgeðja og sjúkir.    (Vísir.is  21/7´12)

 

 Adam Aamer og Alhawari Agukourchi hafa verið hælisleitendur á Íslandi í um fjóra mánuði. Síðan þeir komu hafa þeir ítrekað reynt að koma sér af landi brott.”
Ef við fáum tækifæri munum við reyna það aftur og aftur því við viljum komast brott af þessu landi," segir Adam.

Þeim líkar ekki vistin hér á landi. 
 
"Það er bara ein hugsun sem kemst að hjá okkur.  Við þurfum að komast burt.  Hér erum við í búri.  Alveg eins og páfagaukar í búri."  segir Adam."  (Vísir.is  21/7´12)

Óvenjuleg hreinskilni og algjör óþarfi að spyrja "How-do-you-like-Iceland?"  Wink


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Kolbrún; æfinlega !

Einungis; ber að þakka Nobu dýrmæta hreinskilnina, í sinni ályktun, fornvinkona góð, aldeilis.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 17:46

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt, Óskar, mér fellur alltaf betur að fá sannleikann óþveginn en eitthvað hræsnismuldur sem gerir ekki annað en belgja út sjálfsálit þeirra sem síst skyldi.

En í tilfelli Nubos þá er ég ekki viss um að hann hafi kynnst almennum íslendingum - aðeins landsölumönnum. Hvað þá varðar er ég svo sem alveg sammála Nubo...

Kolbrún Hilmars, 21.7.2012 kl. 18:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann hefur greinilega bara kynnst kredsinu kring um Össur

En er ekki hægt að "hjálpa" þessu flóttamönnum að strjúka?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 19:25

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, ég hef nú einhvern tíma nefnt að það væri aðeins miskunnsamt að yfirsjást vafasamir pappírar þeirra sem millilenda hér á leið vestur.

En nei - það má ekki. Mætti halda að einhver hérlendis græði spón í ask sinn við hvern þann sem gripinn er.

Einhver sem er hrifinn af talandi páfagaukum, kannski..

Kolbrún Hilmars, 21.7.2012 kl. 19:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm eitthvað í þá áttina ef til vill

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband