Þingrof

Samkvæmt stjórnarskránni (24.grein) getur forsetinn rofið Alþingi.  Þar er reyndar ekkert kveðið á um forsendurnar.  Hvað ætli þurfi margar undirskriftir frá kjósendum til þess arna?

Eins og málum er háttað þessa dagana er þingrof þó fýsilegur kostur.


mbl.is Kjósendur geti farið fram á þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er ekki gáfuleg tillaga frá Pétri, hún felur í sér hættu á stjórnleysi og stjórnarkreppum.  Það koma alltaf upp tímabil þar sem óvinsælar ákvarðanir þarf að taka, hvort heldur sem stjórnin er hægri eða vinstri. Við slíkar aðstæður er hætt við að tilfinningahiti taki völdin af skynseminni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2012 kl. 16:29

2 identicon

Þótt ég sé þarna sammála þér Axel, þá er nauðsynlegt að einhver ákveðin fjöldi kjósenda geti farið framm á þingrof.

Það sést glögglega á þessari ríkistjórn.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 16:39

3 identicon

"Þar er reyndar ekkert kveðið á um forsendurnar." .

Hefur það virkilega ekki verið kannað  hvað þessi grein STJÓRNARSKRÁRINNAR  raunverulega þýði?

Agla (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 16:46

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Agla, það hefur aldrei reynt á þingrof frá því að lýðveldið var stofnað  nema  ríkisstjórn hafi skilað inn umboði sínu.  Allir forsetar hafa sjálfsagt velt því fyrir sér hvað þetta ákvæði þýddi í reynd en ég tel víst að enginn hafi talið að það mætti að nýta að þeirra eigin geðþótta.

Axel, núna er miklu meira í húfi en "óvinsælar ákvarðanir" að hætti stjórnvalda.  Hingað til hafa þær aðeins verið óþægilegar - tímabundið.

Kolbrún Hilmars, 29.3.2012 kl. 17:35

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá þyrfti að mínu viti Birgir, undirskrift meirihluta kosningabærra manna.

Kolbrún, hvernig á að meta það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2012 kl. 18:48

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, allt sem má afturkalla og/eða endurskoða með einföldu afnámi með lögum met ég sem tímabundin óþægindi.

Afdrifaríkar óafturkallanlegar ákvarðanir varðandi framtíð þjóðarinnar gegna öðru máli.

Kolbrún Hilmars, 29.3.2012 kl. 19:10

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er einmitt það sem ég er að tala um, það gengur ekki að tímabundin "óþægindi" vegna stjórnvaldsaðgerða  kalli nánast sjálfkrafa á þingrof. Það verður engu stjórnað með þannig fyrirkomulegi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2012 kl. 19:50

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Axel vandi núverandi og margra fyrrverandi ríkisstjórna er einmitt það að þær stjórna í skóli meirihluta.  Ef ríkisstjórn þyrfti að óttast að vera vikið frá, þá myndi hún reyna að haga sínum málum þannig að meiri sátt ríkti um slíkt.  Fólk skilur tímabundnar ástæður ef það er útskýrt fyrir þeim.  En þessi endalausu undanbrögð, hálfsannleikur og vantraust er að fara með mig alla vega og mér heyrist fleiri. 

Þetta yrði þá svipað og um minnihlutastjórnir annarsstaðar.  Þar verður að taka tillit til stjórnarandstöðu og vilja almennings.

Þetta stjórnarfar er ólíðandi að mínu mati.  Forræðishyggja, endalaust valdabröld og hótanir.  Þetta bara einfaldlega gengur ekki lengur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2012 kl. 23:08

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fólkið þarf nú sem aldrei fyrr á úrræðum að halda til þingrofs. Ríkisstjórnin hefur verið vanhæf nánast frá fyrsta degi.

Ef AGS hefði ekki stýrt fjármálum þjóðarinnar gengjum við nú við betlistaf suður í Brussel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.3.2012 kl. 03:00

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Heimir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2012 kl. 03:15

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur öllum fyrir innleggin.  

Er sammála því að ríkisstjórnin megi hugsa sinn gang og segja af sér fyrir almenn og ítrekuð afglöp, jafnvel lögbrot, og almennt fylgishrun.

Samt var það nú eiginlega þingrofið sem slíkt sem ég var að velta fyrir mér. Hvort og hvenær væri hægt að skora á forsetann að beita því til þess að koma frá ríkisstjórnum sem klikka á stóru málunum.  Þá á ég fyrst og fremst við ESB umsókn/aðlögun og Icesave málið í meðferð núverandi ríkisstjórnar - en ekki síður  eitthvað sambærilegt  sem gæti komið upp síðar hjá einhverri annarri ríkisstjórn.

Kolbrún Hilmars, 30.3.2012 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband