Hvar á að draga mörkin?

Það er ekki nýtt að íslenskir karlar flytji inn erlendar eiginkonur og níðist á þeim, í skjóli fáfræði þeirra - vonandi þó í undantekningartilfellum.

En myndi túlkaþjónusta og íslenskukennsla koma í veg fyrir þann vanda sem Tamimi bendir á, eins og í þessu skilnaðartilfelli? Hvað ef konurnar sjálfar eru sáttar í sambúðinni og treysta maka sínum eins og gengur og gerist til þess að leysa öll "opinber" málefni. Jafnvel íslenskar konur gætu lent í sambærilegu; "ekkert mál elskan, skrifaðu bara nafnið þitt hérna!"

Er tilgangurinn að lögleiða opinber afskipti af blönduðum hjónaböndum? Það er einmitt það sem Alþingi fæst við; að setja lög um eitt og annað. Hvað segir Persónuverndin við því?


mbl.is Var fráskilin án þess að vita það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér Kolbrún. Það er óeðlilegt að innleiða tortryggileg afskifti af blönduðum hjónaböndum og telja karlmennina sífellt hafa óhreint í pokahornunu. Það verður að mennta fólk og treysta því í stað þess að vekja upp tortryggni gagnvart einkalífi fólks. Íslenskukennsla er höfuðatriðið til að gera útlendinga sjálfbjarga því tungumálið opnar alla aðra glugga.

Gæðakarl (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 19:08

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Er ekki tilgangurinn að tryggja rétt þessara kvenna? Ef þær vilja treysta sínum manni til að sjá um alla hluti þá er allavega lágmark að þær viti hvar þær standa og þekki sinn rétt. Það getur varla haft neitt með Persónuvernd að gera.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.11.2011 kl. 19:10

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur athugasemdirnar, Gæðakarl og Margrét.

Margrét, allar giftar konur hérlendis eiga jafnan og ákveðinn rétt samkvæmt gildandi lögum.  Þannig er réttur þeirra tryggður.  

Eins og Gæðakarl bendir á verður að treysta því að fólk beri sig sjálft eftir því að kynnast réttindum sínum - og skyldum.  Það gildir alveg jafnt um innfædda sem innflutta.

Ég nefndi Persónuvernd af ásettu ráði.  Hver myndi sætta sig við að einhver útsendari laganna bankaði upp á heimili hans/hennar til þess að tékka á því hvort viðkomandi hefði mætt samviskusamlega á  lögboðin tungumálanámskeið fyrir útlendinga?

Kolbrún Hilmars, 15.11.2011 kl. 19:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Einmitt,ég ætla að impra á þessu við Sigrúnu (pers.vernd.)

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2011 kl. 03:05

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð hugmynd, Helga.   Mögulega sér hún (Sigrún) líka fleiri fleti á þessum málum.

Svo má auðvitað ekki gleyma því að hjónaskilnaður er mun flóknara fyrirbæri en svo að ein undirskrift dugi. 

Kolbrún Hilmars, 16.11.2011 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband