28.10.2011 | 19:24
Hugsanavilla eða óskhyggja?
Öll þau mannréttindi sem Mannréttindayfirlýsing SÞ lýsir yfir, í 30. liðum, miðast við eigið samfélag viðkomandi "allra".
Það stendur hvergi í yfirlýsingunni að einstaklingar geti ferðast að vild um heiminn og gert sömu kröfur á önnur samfélög að hentugleika.
Vel má vera að SÞ þurfi að endurskoða mannréttindayfirlýsingu sína til þess að aðlagast þeim breytingum sem orðið hafa síðan 10. desember, 1948. En þar til það verður gert mun mönnum reynast erfitt að sækja þennan mannrétt sinn hjá sér óskyldum þjóðum.
Norðmenn koma illa fram við sígauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er sorglegt mál. En það eru ekki bara Norðmenn, gætir þú nefnt mér eina þjóð sem gefur sígaunum sama rétt og meðhöndlun og öðrum? Ég held nefnilega ekki, bendi á nýlegt dæmi frá Frakkalandi þar sem þeir voru fluttir hreppaflutningum eitthvert, Ítalía hefur verið iðin við að moka þeim úr landi sínu. Allmargir viðhafast á landamærum Austurríkis og Ungverjalands, í kofahreysum, án vatns og rafmagns. Það vill enginn hafa þá, og enginn taka við þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2011 kl. 19:49
Það er nú einmitt það, Ásthildur. Einhver þarf að skera úr um það hvar Roma fólkið á réttindi. Eins og þú segir réttilega, vill engin þjóð hafa það og fólkið sjálft vill heldur ekki tilheyra neinum.
Kjörið verkefni fyrir pappírs-tígrisdýrin hjá SÞ að leysa :)
Annars man ég eftir einum prýðisgóðum Roma harmonikkuleikara sem spilaði við verslunarmiðstöðvar hér fyrir nokkrum árum, sem ég gaukaði alltaf að einhverju smáræði. Sennilega hefði hann alveg getað spjarað sig - en svo las ég í fréttum að hann hefði verið rekinn úr landi. Sá maður reyndi þó að vinna fyrir sér.
Kolbrún Hilmars, 28.10.2011 kl. 20:01
Já það eru svo margar ljótar sögur af illri og óréttlátri meðferð á fólki sem hingað kemur. Það mætti aðeins setja inn fleira fólk með hjarta í útlendingstofnun að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2011 kl. 20:10
Ásthildur, nú er ég ekki sammála þér, þ.e.a.s. ef við miðum við umsvif útlendingastofnunar. Þeir sem hingað slæðast og lenda í hennar umsjá eru mestmegnis karlar á leið til USA eða Kanada sem eru stoppaðir af hér vegna formgalla og sækja síðan um hæli í kjölfarið - eru jú komnir hálfa leið.
Ég vil að lögð verði áhersla á að styðja og veita hæli konum og börnum. En líklega verðum við að sækja svoleiðis fólk, því ekki bankar það uppá í Keflavík af sjálfsdáðum.
Kolbrún Hilmars, 28.10.2011 kl. 20:25
Kolbrún: Það er skylda allra þjóða að aðstoða Roma-fólkið sem á sér hverki samastað. Það er komið við sígauna eins og komið var fram við gyðinga í Þriðja ríkinu. 1948 fengu gyðingar heimaland, en sígaunar eiga ekkert og mannréttindi þeirra eru troðin í svaðið, einungis vegna lifnaðarhátta þeirra. Auðvitað á að koma í veg fyrir afbrot eins og þjófnaði, en þetta eru manneskjur eins og ég og þú og ekki minna virði.
Ég legg til að kvikindinu Nikolas Sarkozy verð vísað úr landi til Ungverjalands og honum bannað að afla sér viðurværis.
Og það er rétt hjá Ásthildi: Rasisminn/kynþáttahyggjan hjá Útlendingastofnun, ekki sízt undir fyrrv. stjórn Hildar Dungals, var illræmd.
Vendetta, 28.10.2011 kl. 20:52
Vendetta, hvað er hægt að gera fyrir Roma fólkið? Gefa þeim eigið land einhvers staðar e.t.v. - en vill fólkið binda sig við landið?
Væri ekki nærtækast að spyrja það sjálft?
Ég þekki lítið til innanhússmála hjá útlendingastofnun, en miðað við upplýsingar um hælisleitendur þykir mér ástæða til þess að staldra aðeins við. Sprækir karlmenn á besta aldri "meika" það hingað norður í ballarhaf hvaðanæva að - en af hverju sjáum við hvorki konur né börn?
Kolbrún Hilmars, 28.10.2011 kl. 21:47
Kolbrún,ég held að harmonikkuleikarinn sé kominn aftur. Held að það sé bara einn í þessu,hann fékk klinkið mitt fyrir framan Nóatún í Hamraborg í seinustu viku.
Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2011 kl. 21:50
Helga, það gleður mig ef satt er - kíki í Kópavoginn og tékka á því í næstu viku. Annars er hann (eins og ég sagði áður) þrælgóður og eitthvert "bandið" ætti bara að ráða hann í vinnu :)
Kolbrún Hilmars, 28.10.2011 kl. 22:01
Nei, það myndi ekki leysa neitt að gefa þeim eigið land, því að Roma-fólkið er alltaf á ferðinni og myndi sennilega ekki una sér. Roma-fólkið er utanvelta í ríkjum Austur- og Mið-Evrópu og verður fyrir fordómum sem það á ekki skilið. Það er kominn tími til að einhver taki upp hanzkann fyrir það. En ekki reiða þig á duglausu stjórnmála- og embættismannaklíkurnar.
Hræsnararnir í framkvæmdastjórninni ESB gagnrýna stanzlaust aðildarríkin fyrir að fara illa með Roma-fólkið en koma sjálfir ekki með neinar lausnir. Ath. að þetta er heill þjóðflokkur sem á sér sína eigin menningu og þegar það koma upp vandamál milli þeirra og fólks í fastri búsetu er það vaninn að vísa sígaununum á brott og halda að vandamálin séu horfin. En þau verða áfram.
Mesta vandamálið er fátæktin sem fylgir því að vera fordæmd og útskúfuð alls staðar. Ef staðlaðar lausnir virka ekki, þá verður að finna aðrar á forsendum Roma-fólksins (innan ramma laganna, auðvitað). Það krefst auðvitað meiri vinnu, víðsýni og sveigjanleika af hálfu opinberra starfsmanna, sem eru sjaldgæfir eiginleikar hjá þeirri stétt.
Vendetta, 28.10.2011 kl. 22:42
Ég legg til að þú, Kolbrún, farir í Kringluna og sjáir ljósmyndasýninguna þar. Þá muntu sjá að þetta fólk eru raunverulegir einstaklingar, sem tilheyra mannkyninu og hafa andlit. Þetta er ekki einhver grár massi oða hópar af smákrimmum sem eiga skilið allt það versta. Mundu að það voru ekki aðeins gyðingar sem voru gasaðir í Þriðja ríkinu, heldur líka sígaunar. Fyrir þann glæp að vera untermensch skv. skilgreiningu morðingja sem þóttust yfir aðra hafnir.
Í dag er enn verið að meðhöndla Roma-fólkið sem untermensch. Og hverjum bitnar það á? Börnunum eins og venjulega.
Vendetta, 28.10.2011 kl. 22:51
Vendetta, ég veit sitt lítið af hverju um Roma fólkið. Hef lesið Stancu. Og fleiri höfunda. Fyrir utan auðvitað að fylgjast með fréttum og hafa hitt fólkið sjálft í allmörgum Evrópuríkjum - að vísu oftast í sirkushópum.
Veit líka að sennilega kom Romafólkið upphaflega frá Punjab á Indlandi. Ef til vill við íslendingar líka? Endalaust flakk vestur og norður, en við vorum bara svo heppin að finna óbyggt land að lokum og aðlagast þar. En í öllu falli eigum við það sameiginlegt með Romafólkinu að við rekumst illa í sambúð og þolum sjaldnast ofríki valdsmanna.
Kolbrún Hilmars, 28.10.2011 kl. 23:21
Smáviðauki eftir síðbúinn yfirlestur á eigin framlagi á þessum þræði.
Mikilvægt atriði sem ég hafði í huga en tók ekki sérstaklega fram:
Ég man ekki eftir því að nokkur af því Romafólki sem hingað hefur komið hafi sótt um hæli hérlendis.
Kolbrún Hilmars, 30.10.2011 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.