Góða helgi!

Þetta segi ég undantekningarlítið í kveðjuskyni að áliðnum föstudegi og óska viðmælanda mínum þar með alls góðs um komandi helgi.

Líkt og þegar ég segi: Góða nótt, Góðan dag, Gott kvöld, Góða ferð, við viðeigandi tækifæri sem ég vandist á strax í barnæsku - og það eru þó nokkrir áratugir síðan.

Nú eru uppi fáeinar, en háværar raddir um að óskin um Góða helgi sé af hinu illa, því uppruna hennar megi rekja til USA.  Það má vel vera rétt þetta með upprunann en sumum er bara ekki sama hvaðan gott kemur.  Smile

Ég endurtek því kveðjuna í tilefni föstudagsins og óska öllum blogglesendum mínum Góðrar helgar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Góða helgi

Jón Snæbjörnsson, 7.10.2011 kl. 17:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Takk fyrir Kolbrún og sömuleiðis.

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2011 kl. 01:40

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég heyrði einn gagnrýni kveðjuna "góða helgi" í símatíma Sögu fyrir all nokkru, en á öðrum forsendum.

"Hvað þá með hina dagana?" sagði hringjarinn, "á þá fólk bara að eiga góða helgi en vonda virka daga?" Útvarpsmaðurinn átti í vanda með að losa sig við manninn, sem gat þrasað heil ósköp og þótti þetta slæm kveðja.

Spurning hvort hringjarinn bjóði nokkrum manni góða nótt. Væri það ekki ósk um skelfilegan dag?

Haraldur Hansson, 8.10.2011 kl. 21:16

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Haraldur, sammála þér um að þetta er ekki góð röksemd hjá hringjaranum

Það  eru nefnilega margir sem segja "Eigðu góðan dag" í kveðjuskyni, svona til aðgreiningar frá ávarpinu  "Góðan dag".  Það er ekki alveg nógu gott orðalag og ég lýsi hér með eftir eftir einu slíku sem nær meiningunni á einfaldari og jákvæðari hátt. 

Kolbrún Hilmars, 9.10.2011 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband