Hvar er ferðaskrifstofan?

Í svona leiguflugi er AA að fljúga fyrir ferðaskrifstofu, og Iceland Express ætti að vera ofaukið í þessu dæmi. Það væri ekki verra að fá upplýsingar um hvaða ferðaskrifstofur bjóða viðskiptavinum sínum upp á þvílíka þjónustu.

Svona upp á framtíðarviðskiptin.


mbl.is Vélin fer í loftið kl. 23
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mig langar til að bæta við, af gefnu tilefni, að hér á árum áður eða rétt fyrir síðustu aldamót, flaug ég nokkrum sinnum með LTU, þýska flugfélaginu, á vegum ferðaskrifstofu Austurlands. Það var að vísu áætlunarflug, eða áþekkt því fyrirkomulagi sem er núna hjá AA/IE. Og álíka fjárhagslega hagkvæmt.

LTU var ALLTAF á áætlun (Kef-Düsseldorf-Kef), flugvélarnar í góðu ástandi hið innra og viðmót þýsku áhafnarinnar elskulegt.

Kolbrún Hilmars, 20.8.2011 kl. 14:43

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Upplýsingar um hlutaðeigandi ferðaskrifstofu(r) safnast í sarpinn, svona smátt og smátt.

Plúsferðir, Sumarferðir. Eiga fleiri hlut að máli?

Kolbrún Hilmars, 20.8.2011 kl. 20:54

3 Smámynd: Sigrún Óskars

góður punktur - ábyrgð ferðaskrifstofanna.

Þegar maður kaupir ferð í gegnum ferðaskrifstofu þá hélt ég að innifalið væri "fararstjórn" en i öllum þessum ferðum er aldrei minnst á ferðaskrifstofurnar og ekki minnst á upplýsingaflæði frá fararstjórum.

Ég er vön að ferðast á "eigin vegum" og þekki því lítið hlutverk fararstjóra, hélt samt að þeir ættu að vera "innan handar" þegar svona kemur uppá.

Sigrún Óskars, 21.8.2011 kl. 11:44

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigrún, miðað við frásagnir þeirra ferðalanga sem hafa lent í hinum ýmsu hremmingum í leiguflugi með AA (að mér sjálfri meðtalinni) þá virðast ferðaskrifstofurnar aðeins gegna hlutverki farmiðasala, eins konar undirverktakar hjá IE, því þeirra starfsfólk virðist hvergi koma nærri að öðru leyti þegar þeirra er þó mest þörfin.

Fólk í hópferðum "ferðaskrifstofa" virðist ekkert betur sett en það sem aðeins kaupir áætlunarflugmiða.

Kolbrún Hilmars, 21.8.2011 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband