Herskyldan hlýtur að hafa verið afnumin!

Óskandi að jafnaldrar mínir í USA hefðu haft þennan valkost þegar þeir áttu tug þúsundum saman bara um tvennt að velja: að flýja til Kanada sem brennimerktir hugleysingjar, eða láta slátra sér í Vietnam forðum.

Allir hefðu unnið sér það til lífs, og sæmdar, að kyssa vin sinn á almannafæri!


mbl.is „Enga samkynhneigða í herinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég hélt satt bezt að segja að svona nokkuð heyrði fortíðinni til ... sumir virðast vera fastir í fortíðinni þó ungir séu til þess að gera ... sorglegt

Jón Snæbjörnsson, 14.8.2011 kl. 17:11

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón, ég held að við íslendingar skiljum ekki alveg þennan hernaðarhugsunarhátt. Sjálfri er mér sama um kynhneigð þess sem vill verja líf mitt og að sama skapi kynhneigð þess sem vill drepa mig.

En þeim þarna vestra er greinilega ekki sama! Wonder why?

Kolbrún Hilmars, 14.8.2011 kl. 18:16

3 Smámynd: The Critic

þeir eru allavega löngu búnir að afnema herskyldu.

The Critic, 14.8.2011 kl. 22:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er í hávegum haft vestra að drepa fólk í öðrum löndum fyrir ættjörðina, en það er eins og sú helgi sem slík dráp eru umvafin,  verði "óhrein" eða ekki fullgild í augum þessa fólks,  ef hommi fremur þau.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.8.2011 kl. 08:48

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

The Critic, ef ég hef skilið söguna rétt, þá var herkvaðningin til Vietnamstríðsins eins konar lotterí þar sem margir voru aldrei kallaðir inn. Er það þetta fyrirkomulag sem þú átt við með að herskyldan hafi verið afnumin? Eða að lotteríið hafi líka verið afnumið?

Axel, FDR forseti þurfti að hafa mikið fyrir því að fá landa sína til þess að blanda sér í WW2; á þeim tíma voru kanar almennt einangrunarsinnar varðandi hernaðarafskipti erlendis. Pearl Harbour varð vendipunkturinn en síðan hafa þeir verið óstöðvandi. Ættleiddu meira að segja Vietnamstríðið til þess að bjarga Frökkum.

En stríð verða alltaf jafn óhugnanleg - sama hversu "kosher" herstjórarnir vilja hafa þau.

Kolbrún Hilmars, 15.8.2011 kl. 13:03

6 Smámynd: The Critic

ég veit að í dag auglýsir herinn eftir fólki, þeir fá menn til að ganga í herinn með því að bjóða þeim allskyns fríðindi, t.d.  fría háskólamentun og frítt uppihald.

The Critic, 16.8.2011 kl. 00:13

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir þessar upplýsingar, TC. En ef ég þekki kanann rétt þá hefur hann ekki formlega afnumið herskyldu, heldur notast við mildari aðferðir á "friðartímum". Patriot Act númerin hljóta að luma á einhvers konar heimild til allsherjar herkvaðningar.

Kolbrún Hilmars, 16.8.2011 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband