Fiskneytendur settir í vanda

Ef þeir kaupa fisk frá Íslandi, þá er hugsanlegt að hvalveiðar tengist framleiðandanum.

Ef þeir kaupa fisk frá Noregi, þá er eins víst að fiskurinn tengist einnig hvalveiði, einhvers staðar.

Eitt er víst; ef fiskneytendur snúa sér að kjúklingum, þá er öruggt að maturinn þeirra tengist ekki hvölum á neinn hátt.   Þar að auki munu kjúklingar í Evrópu vera ódýrari en fiskur. 

En vissara er þeim þó að hugsa ekki mikið um það hvernig kjúklingakjötið er framleitt...


mbl.is Styðja hvalveiðar án vitundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og ef þeir borða erfðabreytt grænmeti eru þeir líklega að styrkja stórfyrirtækið Monstansto sem er stærsti viðskiptavinur málaliðafyrirtækisins BlackWater (nú Xe) sem ber ábyrgð á stórfelldum stríðsglæpum í Afganistan, Írak og víðar.

Og ef þeir borða "diet" drykki sem innihalda gervisætu eru miklar líkur á að þeir séu óbeint að styrkja Donald Rumsfeld fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem réð BlackWater til starfa og ber ábyrgð á fjölmrgum öðrum stríðsglæpum í Afganistan, Írak og víðar.

Líka ef þeir láta bólusetja sig gegn fuglaflensu og/eða svínaflensu.

Og ef þeir taka lyf sem eru framleidd af stófyrirtækinu Eli Lily eru þeir óbeint að styrkja stríðglæpamennina, vopnasölumennina og fíkniefnasalana í Bush fjölskyldunni bandarísku.

Og ef þeir borða banana frá Chiquita eru þeir að styrkja skipulagða glæpastarfsemi, spillingu og fjöldamorð í Suður-Ameríku.

Og ef þeir ferðast með flugfélagi sem notar Boeing þotur eru þeir óbeint að styrkja einn af stærstu vopnaframleiðendum heims.

En allt saman er þetta í góðu lagi svo lengi sem þeir láta íslenskar fiskafurðir í friði, vegna þess að það mun skemma fyrir einni af fjölmörgum þjóðum sem veiða nokkra hvali á ár sem eru ekki í neinni útrýmingarhættu.

Rökleysan og tvískinnungurinn ríður ekki við einteyming.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2011 kl. 21:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, það næsta sem Eco-istum dettur í hug verður eflaust: "Ef þú kaupir fisk frá Íslandi þá ertu að taka matinn frá litlu, sætu hvalabörnunum í sjónum við Ísland."

En allt það sem þú taldir upp þykir sjálfsagt í góðu lagi á þeim bæ - hvað koma enda spilling og glæpir hvalafriðunarmálum við?

Sagt er að fáfræði sé máttur - þess sem nýtir sér hana!

Kolbrún Hilmars, 11.7.2011 kl. 23:28

3 Smámynd: GAZZI11

ef þú kaupir tekex .. þá ertu að styðja breska herinn til manndrápa á saklausum borgurum í Afganistan

GAZZI11, 12.7.2011 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband