Það er vandlifað í henni veröld

- sérstaklega ef hún er innan EES samningsins.

Fyrr í vikunni birtist frétt um úrskurð ESA:  "Brotið er á réttindum og skyldum vegna starfsmanna erlendra fyrirtækja"   Í því tilviki var réttur starfsmannanna talinn of mikill.

Í dag önnur frétt um annan úrskurð ESA:  "Brotið á farandverkamönnum"  
Þar er réttur starfsmannanna talinn of lítill.

Nú hefur Ísland verið aðili að EES samningnum í um það bil 17 ár.   Hvers vegna er ESA núna fyrst að úrskurða um þessi meintu brot?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

það er vegna þess að möppudýrin vinna ekki einusinni á hraða snigilsins, það þarf að skoða og endurskoða og halda svo fundi og ráðstefnur um málið, setja það svo í nefnd sem skilar áliti einhverntíma og þá þarf að fara yfir álit nefndarinnar ...

Eyþór Örn Óskarsson, 30.6.2011 kl. 15:03

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eyþór, ég hef grun um að það hafi verið kveiktur eldur undir sniglunum... :)

Kolbrún Hilmars, 30.6.2011 kl. 19:33

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Sammála Kolbrún (-:

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2011 kl. 21:17

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú færist meira fjör í leikinn hjá ESA *)   Danska þingið hefur samþykkt að brjóta Schengen samkomulagið og ráðherra Camerons hyggst skerða fjórfrelsið (frjálsa för) í UK.

*) Þ.e.a.s. ég geri ráð fyrir því að öll þessi mál lendi til úrskurðar hjá ESA. 

Möppusniglarnir munu væntanlega hreyfa sig á áður óþekktum hraða. 

Kolbrún Hilmars, 1.7.2011 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband