22.6.2011 | 14:24
Freistingar í boði AGS
eru ómótstæðilegar - ekki síst fyrir skattaglaðan fjármálaráðherra.
Ef einhverjum dettur í hug að hið eina sanna virðisaukaskattþrep framtíðarinnar muni miðast við núverandi matar-, hitaveitu- og bókaskattþrep; 7%, þá þarf viðkomandi að hugsa sig um tvisvar. Öllu líklegra er nefnilega að skatturinn verði hífður upp í núverandi 25,5% skattþrep og þannig samræmdur af öllum vörum og þjónustu.
Svo má ekki gleyma hagsmunum ESB, því eftir (hugsanlega) ESB-aðild reiknast ákveðið hlutfall af virðisaukaskatti í landinu sem hluti af árlegu aðildargjaldi.
Matarskattur til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.6.2011 kl. 10:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er annað sem ég hnaut um, það er að Steingrímur talar um að ráðleggingar AGS hafi reynst gagnlegar, þá er spurningin fyrir hverja. Ég segi nú ekki annað en á hvílíku falsi þessi lygamörður náði sér í sæti í helferðarstjórn heimilanna.
Magnús Sigurðsson, 22.6.2011 kl. 15:01
20% vsk. á allt, 20 % strafsmannaskatt á alla, að lágmarki 50.000 kr á alla einstaklinga. 50.000 kr greiðist í upphafi mánaðartækifæra til að auka tekjur sínar á samafélgi. Eignaverðbætur aldrei tekjuskattaðar. Arður og tekjuskattur beri skatt 20 % hjá þeim sem standa undir 50.000 kr launaskatti. Lámarks tekjur skilgreindar með lögum og raunhagvaxtaverðtryggðar. CIP USA verði verðtryggingar viðmiðun hér á fasteignmarkaði.
Í OCED ríkum er þetta yfirleitt regla og 38 stundavinnuvika og tekjur sem nægja til framfærslu fyrir alla. Slítum ekki hlutina úr samhengi. Hér er sú firra í gangi að hægt sé að taka skatta af umsömdum eða á unnum tekjum, þetta gilti um leiguliða Nýlendu ríkjanna. Borgarnir báru hinsvegar skatta, sem voru flatir. Lagðir á.
Júlíus Björnsson, 22.6.2011 kl. 16:05
Magnús, ráðleggingar AGS snúast allar um skattahækkanir og niðurskurð. Vitaskuld eru þær ekki í þágu almennings, en fjármálaráðherrann fær hugsanlega fleiri krónur í kassann - sérstaklega í upphafi. Sem er líklega skýringin á kæti ráðherrans. Verra er svo þetta með afleiddar afleiðingar, svo sem hækkun á neysluvísitölu, og þar með á öllum íbúðalánum, en hvað það snertir er bæði ráðherra og AGS stikkfrí. Ekki þeirra mál!
Reyndar er ég ekki viss um að Steingrímur hafi lagt upp með lygar og blekkingar - nema þá gagnvart sjálfum sér. Það er öllum hollt að þekkja eigin takmörk hvað varðar hæfileika, kunnáttu og getu, ekki síst pólitíkusum sem stefna hátt.
Kolbrún Hilmars, 22.6.2011 kl. 18:43
Islensk Consumption Index Number er hönnuð frá því um 1985-1995 að mæla þannig að það sem hækkar mest vegi mest til hækkunnar á fasteignaveðlánum. Slög og þunnildi í kreppu. Flatskjár og japanskar nautalundir í góðærum.
Ég vil að CIP USA neytendverðvísirinn verði tekin upp hér, hann er notaður í flest öllum vertryggingum milli ríkja heimsins. Bara þetta atriði gerir Íslenda að fíflum í augum Alþjóða fjármálaheimsins: Neyslu-vísi-tala.
Júlíus Björnsson, 22.6.2011 kl. 18:50
Júlíus, áttu við að tíundin eigi að vera tvöföld á alla, alltaf, og ekki króna meir?
Eins og skattlagningin er í dag á hinn vinnandi almúgamann, þá er tekjuskatturinn (37-46% mínus persónuafsláttur) aðeins brot af skattlagningunni. Óbeina skatta, svo sem tolla, virðisaukaskatt, þjónustugjöld, þarf hann að greiða í hvert sinn sem hann snýr sér við. Fyrir utan auðvitað hið augljósa; verðtrygginguna, margfalda.
Kolbrún Hilmars, 22.6.2011 kl. 18:59
Júlíus, við fórumst á mis þarna; en ég sé að við erum sammála um hinn heimskulega íslenska neysluvísitölugrunn
Kolbrún Hilmars, 22.6.2011 kl. 19:03
Það töluðu fáir af jafnmikilli andagift gegn AGS og Steingrímur í aðdragandi síðustu kosninga. Hvort sem hann gerði það af falsi eða fávitaskap þá talar hann allavega um gagnlegar ráðleggingar AGS núna þegar stungið er upp á stórhækkun skatta sem kæmu sérstaklega illa niður á þeim sem minnst mega sín.
Magnús Sigurðsson, 22.6.2011 kl. 20:47
Magnús, þessi vingulsháttur mun annað hvort kosta formann VG eða flokkinn hans "lífið". Trú/flokks bræður hans tala gjarnan um náhirð og eiga þá við pólitískan höfuðandstæðing - en nú þurfa þeir hinir sömu aðeins að líta sér nær.
Kolbrún Hilmars, 22.6.2011 kl. 21:13
Ég á við að fyrst þarf grunnur samneyslu að vera flatur, 20% í dag það er ekki allir með hænur og geitur heima hjá sér. 50.000 grunnur gerir þá sem þurfa ekki 38 stunda vinnuviku dýrari valkost eða þá atvinnurekendur sem geta ekki grætt að launþegum.
Í framhaldi geta þeir sem vilja sett þrep til að halda aftur af græðgi. CIP USA frá 1970 til 2000 tryggði 4,5% almennar kauphækknir í USA. Þar eru eigverbætur á 30 ár lánu reiknaðar fyrir fram. Allar greiðslu þær sömu allan lánstíma. 80 % heinilslangtíma lána. ARM lán er verðtyggð eftir á og þá er fyrstu greiðslu léttastar hins vegar eru vextir fastir á öllum 5 ára tímabilum. Verðtryggingar lán í Ísreal er hliðstæð. Vextir endurskoðaðir á 5 ára fresti. Erlendis eru þessi öruggu veðlán flokkuð IRR til aðgreiningar frá YTM skamtíma áhættu hlutbréfum og viðskiptabréfum. 80% Íslendingar á að ráð sínum efnahagsgrunni. Það er margt gott hjá erlendum ríkjum. Consumer neytendai Verð. Minnir á að ef almenningur hækkar í tekjum þá eykst eftirspurn og hagnaður hjá þeim sem stunda almenna verslun og þjónustu. Það hefur sannast að ef CIP á fasteignalánum eltir uppi raunhagvöxt, aftir leiðréttingar á veðbólgu=hagvexti á fimm ára fresti, þá veldur það ekki óða verðbólgu. Þetta var sannað fyrir 1930. Raunvextir á IRR lánsformum eru nauðsynlegir max 1,99% til að hækka [vertryggja] útlánaupphæð eingarlána í sama sjóði. Til að tryggja reiðufjár innstreymi framtíðarinnar. Þetta er AAA Prime sjóðir sem fundust ekki á Íslandi 2004, þegar bankarnir hér vantaði reiðufé, og sóttu um opnum útibúa. Íslendingar verða læra fjármála ensku talsvert betur. Lán í dag í USA eru með 3,25% föstum vöxtum til 30 ára , og 2,75% ARM til næstu 5 ára. Alli tók þátt í í leiðréttingu hagvaxtar þar og á Írlandi um 2007 eða 2009 mældist verðbólga CIP mæld mínus segjum 1,0% þessu almenna samtaki til sönnunar. Hér búa tvær þjóðir, hin upplýsta [rauðu ráðgjafarnir] og hin sem ekkert skilur í skljóli allsherjar Banka leyndar. Vertryggingar sjóðir erlendis eru veltu sjóðir sem safna ekki reiðufé.
Hrein eign í reiðufé 2000 milljarðar kostar í USA 90 milljarða reiðufé á ári í verðtryggingu. Lífeyrissjóðirnir hér eru einsdæmi sem best er að leggja niður. Borga sómasamlegan grunn ellilífeyrir af tekjum samtímans.
Júlíus Björnsson, 22.6.2011 kl. 21:41
Vertygging fasteingveðmats er sérÍslenskt afbrigði. Það þrífst vegna fávita laga í bókhaldi sem hækka hreina reiðufjáreign sjálfkrafa.
Þýskurbanki lánar þér 165. ein á bréfi í 5 ár með 3,0% vöxtum. Nafnvirði bréfsins er 210. ein. Fyrst er bréfið bókað sem 210 ein. eign og þá líka eiginfé hækkað um 210 ein. Síðan er afskrifað 45 ein. eign og hreinu eigin fé.
45 ein. skipt á 5 ár 7 ein. ári. 7 ein/165 ein. Dekkar 4,2 % verðbólgu. Þegar þú borgar eftir eitt ár, þá færir hann 7 ein. til tekna og til hækkunar eignfjár. Þetta heitir að eiga varsjóð til leiðrétta of metin hagvöxt. Þvi heimskari hagfræðingar því meira ofmat, það hefur Ísland sannað fyrir stöndugu ríkjunum. Ég hélt 1994 að þessi vitleysa væri búinn, en veit nú að regluverk EU skiptir sér ekki af lánsformum á séreignarkeppnismarkaði Meðlima Ríkja. Þau stöndugu græða í keppninn um innri raunhagvöxt á fáfræði hinna. Þetta geta allir reyndir í viðskiptum gefið sér. Upplýsingar sem skipta öllu máli, eru ekki gefnar viðskiptavinum, heldur þær sem hann vill heyra.
Júlíus Björnsson, 22.6.2011 kl. 21:58
Jafnmikið og ég er á móti skattahækkunum, ekki síst við núverandi aðstæður (skatta á að hækka í góðæri, en lækka í kreppu, hérna er þetta gert á þveröfugan hátt), þá er ég hreint ekki mótfallinn einu vsk þrepi með 20% vsk.
Tveggja og þriggja þrepa skattkerfi fá allsstaðar falleinkunn og skattkerfisbreyting núverandi ríkisstjórnar er ekki byggð á neinum hagfræðilegum rökum né öðrum skynsamlegum rökum, enda bara pólitískt gæluverkefni VG.
Efra þrep virðisaukaskatts er alltof hátt og stuðlar meðal annars að svartri atvinnustarfsemi, því fólk sem kaupir þjónustu af þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem selja þurfa sína vinnu með 25,5% skatti ofan á vinnuna er ekki tilbúið að borga þetta mikið fyrir þjónustuna. Það er því tvennt í stöðunni fyrir seljendur þjónustunnar, annars vega að gerast lögbrjótar og hins vegar að lækka sinn reikning um 20% og taka þannig sjálfir á sig skattinn til viðbótar við aðra skatta.
Það er heldur engin glóra í því hvað er í 7% þrepi og hvað í 25,5% þrepi þegar kemur að nauðsynjavörum heimilisins. Skoðið bara listann yfir innkaupin næst þegar farið er í matvöruverslun.
Það væri líka fróðlegt fyrir hvern einstakling að taka saman allt sem hann greiðir fyrir og reikna virðisaukaskattinn af hverju og einu og sjá hver meðalprósentan verður. Ég er viss um að niðurstaðan kemur á óvart.
Þannig er verið að greiða 25,5% vsk af síma, rafmagni, bensíni, fjölmörgum neysluvörum, allra aðkeyptri vinnu (annað en heilsugæslu), af allskonar þjónustu og fleiri þáttum. 7% er hins vegar á flestum matvörum (alls ekki öllum), flestu lesefni (þó ekki öllu), á húshitun, í Hvalfjarðargöngum, og nokkrum öðrum atriðum. Flækjustigið í þessu er óþolandi og oft vafamál hvoru megin vara á að vera. Allt eftirlit er síðan mjög erfitt og það kemur fyrir ótrúlega oft að maður rekst á að vara er staðsett í röngu þrepi
20% vsk á allt mun því lækka neysluverðsvísitöluna um milli 2-3% á þeim tímapunkti sem svona breyting ætti sér stað (væri farið út í þetta) og sú breyting kemur öllum til góða. Allt eftirlit með uppgjöri á virðisaukaskatti væri auðveldara og undanskotum myndi án efa fækka.
Hitt er svo annað mál að norrænu velferðarstjórninni hugnast sjálfsagt frekar að fara í sömu prósentur og t.d. Svíar og hafa 12% í lægra þrepi og 25% í efra.
Jón Óskarsson, 29.6.2011 kl. 08:30
CIP USA hækkaði línulega um 4,5% x 30 = 135% á árunum 1970-2000 vegna þess að Seðlabankakerfi USA gerir ráð fyrir stöðugum almennum kauphækun á tímabilum lengri en 5 ár. Öll stöndur ríki gera það reyndar. Þess vega þegar talað eru að verðbólga sé að meðaltali 4,5% í stöðugu ríki þá reikna menn með að eftir fimm á hafi CIP hækkað um 22,5 max.
Hér hinsvegar síðustu 100 ár hafa menn gert ráð fyir veldisvíslegum um hækkum á erlendum mörkuðum. Þannig að þegar þú spyrð Íslending ef verðbólga í USA er 4,5 % að meðaltali á ári. Hvað gerir þú ráð fyrir að hún verði [frá og með deginum í dag]eftir 5 ár? Þessi Íslendingur veit allt um vaxtavexti en ekkert um CPI vöxt og segir hún verður 24,6 %. Hann telur sig því hafa 9% hærri tekjur eftir fimm ár fyrir sölu á mörkuðum. Fíflin eru ekki bara bundin við Ísland heldur flest ríki sem AGS sér um.
Raunhagvöxtur eða almennar neytendatekjur vaxa ekki veldisvísislega og geta því uppfyllt veldisvísislegt framboð af neyslu og þjónustu einingum, né tekið á hækkun á veðri sama fjölda. Fasteignaveð er baktryggingar fjármála lána og hækka altaf síðast miðað við hækkun á almennum launtekjum, í stöndugu ríkjum, elta CIP miðað við síðust 5 ár. Ísland er þess vegna óstöndugt, vegna fáfræði, ekki vegna líkamlegrar heilsu þegna eða náttúrauðlinda skorts. Vegna ekki stöðugrar verðbólgu, heldur of lítillar eða of mikillar og hruna á 20 - 30 ár fresti. Skammtími er [minna en fimm ár eru áhætta og sveiflur upp á niður á mörkuðum. Langtími er stöðugleiki og viðhald lífsgæða hjá ríkjum sem er búin að ná tryggum tekjum til að hafa það ágætt. Vextir á fasteignaveðum eiga alltaf að vera fastir í hver fimm ár eða allan lánstímann til að tryggja sama stöðuleika og í USA t.d.
Júlíus Björnsson, 29.6.2011 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.