Rólegan æsing

Afstaða ESA var ljós löngu fyrir seinna NEI-ið og líka það að dómstólaleiðin væri eina rétta leiðin.

Það sem kemur á óvart er að ESA stofnunin ætlar sjálf að kæra til EFTA dómstólsins. Er það "ethical"?

Vonandi fara íslensk stjórnvöld þó ekki á límingunum við þessar fréttir. Næsta skref er að hefja undirbúning á dómsvörninni.


mbl.is Þriggja mánaða Icesave-frestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

þetta er bara í eðlilegum farvegi, hinsvegar sýnist mér að já-sinnar séu að fara á límingunum.......

Eyþór Örn Óskarsson, 10.6.2011 kl. 13:59

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eyþór, svo sýnist mér    Nei-sinnar halda sönsum því dómstólaleiðin var einmitt málið.

Annars er ég hissa á því að ESA ætli að reka málið - ég hélt að sú stofnun ætti að vera sæmilega hlutlaus gagnvart aðildarþjóðum hvað varðar málarekstur.

Ljósi punkturinn er þó sá að þá ættum við að geta skikkað ESA til þess að sjá um hryðjuverkamálið á hendur bretum fyrir okkar hönd - varla geta þeir gert upp á milli aðildarþjóða...

Kolbrún Hilmars, 10.6.2011 kl. 14:43

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála Kolbrún

Jón Snæbjörnsson, 10.6.2011 kl. 14:51

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það yrði í raun alveg frábært ef þessi afstaða ESA yrði staðfest fyrir EFTA dómstólnum. Þá yrði nefninlega hulunni flett ofan af því að allir þjóðhagsreikningar í öllum ríkjum EES væru í raun falsaðir. Ríkin þyrftu þá að leiðrétta og færa þessa óbeinu ábyrgð á innstæðum til bókar sem skuldbindingu ríkissjóðs. Þá er hætt við að skuldahlutfall þeirra myndi hækka allverulega. Skuldastaða Bretlands myndi þá hækka um 180 prósentustig af landsframleiðslu á einni nóttu, svo dæmi sé tekið. Það yrði gaman að sjá hvernig það myndi fara með lánshæfismat þeirra! Langlíklegast er að enginn muni þora að taka þá áhættu og málið muni því aldrei rata inni réttarsal.

Það yrði líklega fróðlegt ef það kæmi í ljós að EES-samningurinn stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins...

Á hvorn veginn sem það fellur getur aldrei orðið löglegt að setja íslenska skattgreiðendur í ábyrgð fyrir þessu

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2011 kl. 16:30

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, þetta er málið í hnotskurn.  Þess vegna var ég svo hissa á því að ESA ætlaði að hafa frumkvæði að því að höfða Icesavemálið fyrir EFTA dómstólnum.  Get reyndar varla beðið eftir því að sjá málsrökin þeirra

Við höfðum gert því skóna að breskir og hollenskir þekktu EES/ESB lögin og væru þar af leiðandi tvístígandi með dómstólaleiðina.  En nú virðist sem ESA ætli að taka af þeim ómakið og fórna stofnunarheiðri sínum. 

Ætli ESA verði þakkað þetta framtak af hálfu B&H?  Því eins og þú nefnir er þetta mál sem tvíeggja sverð fyrir þær þjóðir - eða jafnvel búmmerang.

Kolbrún Hilmars, 10.6.2011 kl. 16:44

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        Árni Páll lét þetta ekki mikið á sig fá.nú skulu allir standa saman.

Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2011 kl. 23:31

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Já-menn fara nú hamförum í bloggheimum en málefnafátækt þeirra er meiri en áður hefur sést á þeim bæjum.   Nú er allt að fara til fjandans að þeirra dómi (og ekki í fyrsta sinn) og þeir vilja helst opna gjaldeyrisforðabúr Seðlabankans og gott ef ekki sækja gullforðann og rjúka til Bretlands og Hollands hið fyrsta og borga, borga :)

Ég sef alveg pollrólegur yfir þessu áliti ESA enda öfugt við já-menn (mikil eru þau öfugmæli samt að kalla hópinn já-menn, en það er önnur saga), þá óttast ég ekki um okkar málstað fari þetta mál fyrir dóm.

Ég er algjörlega sammála Guðmundi Ásgeirssyni hér að framan um það að aðrir hafi meiru að tapa en við Íslendingar í þessu máli.   Niðurstaða yrði ekkert annað en fordæmisgefandi og hefði veruleg neikvæð áhrif á efnahag og lánshæfismat annarra þjóða ef okkur væri dæmt í óhag.

Fyrir okkur breytir niðurstað afar litlu máli úr því sem komið er.   Hryðjuverkalög Breta gerðu okkur mikinn óleik og ullu umtalsverðum skaða.  Þetta mál mun hins vegar ekki lenda á þjóðinni, nema e.t.v. því sem nemur kostnaði við varnir okkar fyrir dómstólum.

Það er óumdeilt að Icesave innstæður þar með talið vextir og bæði smásöluinnlán sem og heildsöluinnlán eru forgangskröfur í þrotabú Landsbankans.  Þessi fjárhæð miðað við forsendur og gengi vorið 2009 um 1.340 milljörðum með öllu.  Af því átti að þvinga þjóðina til að greiða vexti af 674 milljörðum og hefja greiðslur í apríl s.l. en sem betur fer var þeim ófögnuði afstýrt.  Það er því þrotabú Landsbankans sem á og mun greiða þetta á endanum svo fremi sem eignir standi undir því og eftir því sem tíminn líður þá lítur það dæmi betur og betur út.  Óseldar eignir eru eftirsóttar og virðast ætla að seljast fyrir mun hærra verð en matsverð í bókum þrotabúsins.  Handbært fé er þegar til fyrir hátt í helmingi skuldarinnar.  Svo hvað er málið ?

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 23:53

8 Smámynd: Jón Óskarsson

@ Helga:  Já meira að segja Árni Páll er pollrólegur yfir þessu og nýtir sér öll rök Nei-manna í baráttunni :)

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 23:54

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er stórkostlegt að fylgjast með 180 gráðu viðsnúningi Árna Páls, en batnandi mönnum er best að lifa svo það er vel. Vissulega nýtir hann málflutning NEI-hreyfingarinnar en hvernig ætli hann launi okkur þann greiða? Mér skilst að Lee Buchheit og félagar hafi samtals fengið hundruðir milljóna fyrir gagnlausa vinnu.

Við skulum líta á afrekalista NEI-hreyfingarinnar:

- Sparaði hverjum skattgreiðanda að jafnaði yfir 100.000 kr. á þessu ári

- Afstýrði útgáfu stærsta gúmmítékka Íslandssögunnar og greiðslufalli ríkisins

- Tókst að hrinda einni skæðustu árás sem landið hefur orðið fyrir í seinni tíð

- Sameinaði um framhald málsins eitt sundurlyndasta þing sem setið hefur

- Byggði upp meginrökin fyrir málsvörninni, mesmegnis í sjálfboðavinnu

Þessi frammistaða á sér líklega fáar hliðstæður í sögu íslenskra stjórnmála.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 16:23

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vissulega virðist meira spunnið í Árna Pál en áður sýndist.  Ætli það þýði að hann hafi nú ákveðið að fara sínu fram án tillits til yfirmannsins - og/eða hafi aukinn stuðning innanflokks? 

En það er á hreinu að NEI sinnar hafa haft afgerandi áhrif - sem betur fer.  Allt of margir halda að samningaleiðin hafi verið auðvelda leiðin, sem er ekkert annað en öfugmæli.  

JÁ sinnar fá nú sannleikann beint í æð; 600 þúsund milljónir til greiðslu innan 3ja mánaða.  (Sem er reyndar bara helmingurinn af hugsanlegri kröfu).  Þeim var talin trú um að þjóðfélagið færi létt með þessa greiðslu ef henni yrði dreift á X mörg ár.  Nú gefst þeim tækifæri til þess að reikna út nákvæmlega hversu mörg ár þarf til.  Og hvað það myndi kosta samfélagið að lokum.  

Kolbrún Hilmars, 11.6.2011 kl. 16:53

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég treysti reyndar ekki Árna fyrir horn. Mig grunar að eina ástæðan fyrir því að hann vill núna berjast fyrir hagsmunum Íslendinga er að frá og með 9. apríl hafa þeir farið saman með hans eigin hagsmunum í þessu máli. Hinn kosturinn, að hunsa vilja 60% kjósenda, hefði þýtt að ríkisstjórnin yrði hrakin frá völdum fljótlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2011 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband