2.6.2011 | 16:38
Ótrúlegt verð - ótrúleg þjónusta
Flugvél á "vegum" Iceland Express lendir í fyrsta sinn í Boston - og er að meira segja á áætlun. Undur og stórmerki.
Minna er því hampað að á sama tíma er IE með samning við ónefnda ferðaskrifstofu um að skaffa flugvél til Tenerife í dag, með margra mánaða fyrirvara. Áætluð brottför var kl. 07:10 í morgun - en hefur verið frestað til kl. 23:50 í kvöld.
Þar er einn tapaður (rándýr) orlofsdagur fyrir allar þær fjölskyldur sem enn bíða eftir að komast í fríið sitt.
* Nýjustu fréttir af ferðalöngum (sem hafa beðið í Leifsstöð síðan í morgun) herma að nú hafi Spánarfarar fengið hótelmiða í Keflavík, því líklega munu þeir ekki fá flugfarkost fyrr en einhvern tíma í nótt - í besta falli.
Iceland Express til Boston | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Athugasemdir
Það virðist vera vaxandi óvissa með framtíð Iceland Express... kannski fara Astraeus (sem Pálmi "á" líka) bara að gera þetta í eigin nafni?
Hvumpinn, 2.6.2011 kl. 17:56
Flaug með IE í fyrra til NY og hef ekkert undan þeim að kvarta. Lentum í smáseinkun við brottför frá Newark en það var vegna mikils þrumuveðurs. Svo finnst mér litli appelsínu gaurinn í auglýsingunum þeirra svo óendanlega líkur Sigmundi Davíð að ég get ekki hugsað illa til þeirra.
Vona samt innilega að Sérstakur nái að negla Pálma Haraldsson fyrr en seinna.
Ragnhildur Kolka, 2.6.2011 kl. 20:20
Flestum ber saman um að áætlunarflug IE sé þokkalega stundvíst. Það er leiguflugið sem er öskubuskan á þeim bæ. Furða hvað ferðaskrifstofurnar eru þolinmóðar.
En fólkið mitt komst loksins í loftið kl. hálf-fimm í morgun, tæpum sólarhring á eftir áætlun. Óskemmtileg flugvallardvöl og hótelþvælingur fyrir foreldrana með fjóra fjöruga stráka meðferðis. Vonandi er fall fararheill í þeirra tilviki.
Kolbrún Hilmars, 3.6.2011 kl. 10:20
Var núna fyrst að kíkja á fésið og lesa samskipti ferðalanga í biðinni í gær (allir hafa með sér ferðatölvuna) Klippi hér inn eitt sýnishorn af kommentum:
"Vid vorum ekki eins heppin og thid, vorum send a gistihotel sem lytur ut eins og fskibúd, enginn i móttökunni nema fullir utlendingar drekkandi ur vodkaflöskum:)"
Þjóð veit þá þrír vita; viðkomandi ferðaskrifstofu væri best að skipta við annað leiguflugfélag í framtíðinni.
Kolbrún Hilmars, 3.6.2011 kl. 17:24
Mig langaði einmitt svo mikið að blogga um þetta blessaða flugfélag, en gott að þú hafðir orð á þessu á undan. Mér finnst sparnaðurinn genginn út í allar öfgar hjá þeim, að hafa ekki vara-flugvélar eða plan-B eins og sagt er þegar ástand sem þetta skapast. Fyrir fjölskyldur sem panta ferðir með hálfs árs fyrirvara og borgar ca 600.000 krónur á raðgreiðslum til að fjármagna draumafríið ætti það í raun að skrifa einnig undir samning um rétt sinn til skaðabóta ef svona ástand blasir við, og það er ekki einu sinni gos eða öskufall sem tefur þessa brottför !
Brynja D (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 01:37
Ég hef fjórum sinnum lent í því að fljúga með Astraeus. Eitt skiptið var það áætlunarflug til Kastrup fram og til baka og var alveg ásættanlegt fyrir utan gömlu sætin í gömlu flugvélinni - sem voru lítið skárri en tréstólar.
Síðasta skiptið var til Tyrklands á vegum ferðaskrifstofu og eftir þá upplifun sit ég frekar heima en að stíga fæti upp í flugvél frá því félagi.
Heimflugið (að meðtaldri hálfs dags seinkun á brottför) var þvílík martröð að ef ég segði þá ferðasögu á vefnum myndi enginn trúa mér.
Nema auðvitað þjáningarsystkinin...
Kolbrún Hilmars, 4.6.2011 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.