Vorverkin í garðinum bíða enn betri tíðar

Snjór er yfir öllu; illgresi og öðru drasli jafnt og eðalgróðri.

Þessa fríhelgi átti að nota til þess að bæta upp illviðri páskahelgarinnar en stendur alls ekki undir væntingum, veðurfarslega séð.

Ekkert annað hægt að gera utandyra en að skafa snjóinn af bílnum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ert ekki ein um að láta vorverkin bíða til betri tíma. Hvílíkur hraglandi.

Ragnhildur Kolka, 30.4.2011 kl. 18:31

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það sér ekki á dökkan díl í mínum garði nema einstaka hleðslusteina sem standa upp úr snjónum  - hér í vesturbænum

Sem betur fer á ég einhvern afgang af fuglafóðrinu frá því í mars...

Kolbrún Hilmars, 1.5.2011 kl. 11:36

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Vá kannski maður flýti sér ekki heim. Er í Flórída í 30 ° hita og sól. Hvað er þetta með veðrið heima  kannski maður lendi í vorverkunum í haust. Kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.5.2011 kl. 20:44

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nafna, það er von þú spyrjir hvað þetta sé með veðrið.

Í gærmorgun var 15 cm jafnfallinn snjór en í dag e.h. er kominn 15 stiga hiti 

Kolbrún Hilmars, 2.5.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband