Móðgun - eflaust vísvitandi

ESB hefur nú dagsett hvenær eiginlegar og efnislegar aðildarviðræður Íslands við ESB eigi að hefjast.

Þann sautjánda júní næst komandi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já mér finnst þetta móðgun á lýðveldi okkar. Það er spurning hvort okkar menn hafi stungið upp á þessu .

Valdimar Samúelsson, 28.4.2011 kl. 19:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Valdimar, "okkar" menn voru einmitt að þinga með ESB mönnum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Kæmi mér ekki á óvart að dagsetningin hefði verð rædd þar :(

Kolbrún Hilmars, 28.4.2011 kl. 19:47

3 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Alveg sammála ykkur, að hefja formlegar innlimunarviðræður við ESB (má jafnvel kalla það samning um fullveldisafsal) á þjóðhátíðardegi okkar - er hrein og klár svívirða.......

Eyþór Örn Óskarsson, 28.4.2011 kl. 20:11

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er verið að flýta þessu af því að það er búið að fletta ofan af aðlögunarplottinu og mikil hætta á að umsóknin verði dregin til baka.

Það þarf því að drífa í að draga hana til baka, því að nóg er komið til að sýna fram á lögbrot og stjórnarskrárbrot í þessu ferli.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 20:40

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað getum við gert til þess að koma þessu ESB aðildarrugli fyrir kattarnef?

Kolbrún Hilmars, 28.4.2011 kl. 21:09

6 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Kröftug mótmæli gætu farið langt í því efni Kolbrún........... og áhrif bloggara.....

Eyþór Örn Óskarsson, 28.4.2011 kl. 23:56

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á öllum málum eru mismunandi fletir. Sem neytandi og upplýstur borgari fagna eg aðildarviðræðum við EBE.

Þeir sem vilja óbreytt ástand hafa með áróðri byggðum á tortryggni gagnvart EBE líta jafnvel svo á, að með aðild Íslands að EBE missi þeir spón úr aski sínum. Spilling hefur verið umtalsverð í íslensku samfélagi og reis hæst með glórulítilli einkavæðingu bankanna sem voru afhentir vildaraðilum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. EBE kappkostar að koma í veg fyrir að svona geti gerst.

Hins vegar eiga umræður að snúast um m.a. að kostnaður verði ekki meiri hlutfallslega á hvert nef hér en í EBE. Þetta efnahagsbandalag verður að taka tillit til sérstöðu okkar, fámenni og atvinnumöguleika.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2011 kl. 06:11

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þær eru einkennilegar tilviljanirnar að stærstu áfangar í ESB ferlinu skuli einatt bera upp á 17. júní.  Þetta ber vott um hvað það fólk sem vill framselja sjálfstæði þjóðarinnar til ESB telur að um hátíðlegan gjörning sé að ræða.  Þetta er hreint ógeð.

Magnús Sigurðsson, 29.4.2011 kl. 09:14

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka stuðninginn, Eyþór og Magnús.

Mosi, þú kemur einmitt að rót vandans í síðustu setningunni þinni.  Það er nefnilega reynt að troða okkar örþjóð í þjóðabandalag, með regluverki sem passar okkur ekki betur en glerskórinn stjúpsystrum Öskubusku.  

Kolbrún Hilmars, 29.4.2011 kl. 18:46

10 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Það er spurning hvort fundarstaðurinn verður ekki lokaður á þjóðhátíðardegi Íslendinga.........

Eyþór Örn Óskarsson, 30.4.2011 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband