Hvað kostar 10% launahækkun?

Íslenskt meðalfyrirtæki með 10 starfsmenn berst í bökkum þessa dagana.  Reynir samt að halda utan um sína starfsmenn, þótt rekstarafkoman sveiflist beggja vegna við núllið.

Verði samið um 10% launahækkun sem fyrirtækinu er ætlað að bera miðað við óbreyttar skattaaðstæður þolir það fjárhagslega aðeins 9 starfsmenn.

10% launahækkun bætir því einum starfsmanni slíks meðalfyrirtækis á atvinnuleysisskrá. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Rökrétt, Kolbrún mín.

Björn Birgisson, 27.4.2011 kl. 21:11

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Enda miklu rökréttara að hækka persónuafslátt og lækka gjöld sem leiða til verðhækkana............

Eyþór Örn Óskarsson, 28.4.2011 kl. 03:13

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi staða er tilkomin vegna þess að ASÍ ákvað að fara í samflot: allir fái sömu hækkun hvort sem fyrirtækin bera það eða ekki.

Svo undrast þeir að LÍÚ (burðarfyrirtæki í útflutningi) geri kröfu um stöðugleika í sinni grein.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2011 kl. 12:55

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innleggin

Einfaldasta kauphækkunin er hækkun persónuafsláttar um a.m.k. kr. 10.000 á línuna.  Þá njóta ALLIR laun- og bótaþegar góðs af í beinni kauphækkun.  Engir aukaskattar, svo sem hækkun verðlags, verðbóta lána eða launatengd gjöld.  Ríkissjóður getur svo bætt sér upp tapið með skattinum sem fyrirtækin munu greiða af þeim (hugsanlega) hagnaði sem myndast við launasparnaðinn.

LÍÚ og önnur útflutningsfyrirtæki njóta góðs af gengisskráningunni, og þeirra staða er allt önnur en hinna hefðbundnu þjónustufyrirtækja.  Látum ríkið um þau.

Kolbrún Hilmars, 28.4.2011 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband