Jörð skelfur stanslaust í Japan

og hefur gert vikum saman.

Frá því á miðnætti s.l. hafa mælst átta jarðskjálftar á sömu slóðum með styrkleika yfir 4.5 stig. Þar af tveir yfir 6 stig, sá þriðji mesti 5,8 stig.

Örugglega á eitthvað eftir að hrynja sem þó enn hangir uppi.


mbl.is Jarðskjálfti í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó ég hafi dæmalaust gaman af jarðskjálftum og bíði spenntur eftir þeim næsta, þá hugsa ég að ég væri farinn að þreytast, væri ég í Japan.

Þetta er auðvitað ekkert eðlilegt sem Japanar ganga í gegnum þessar vikurnar. Hugur minn er hjá þeim í bestu merkingu þess hugtaks.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2011 kl. 16:05

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Segjum tvö, Axel.  Japanir eiga líka alla mína samúð. 

Nógu slæmur var nú sá fyrsti, stóri 9 stiga skjálftinn.  En síðan eru liðnar heilar sex vikur og alla daga síðan hafa misstórir og mismargir skjálftar riðið yfir á hverjum einasta sólarhring.  Fleiri hundruð af þeim.

Svo bíða menn eftir "stóra" eftirskjálftanum...

Kolbrún Hilmars, 21.4.2011 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband