Innflutningstollar

Heimssýn skrifar í dag: 

"Yrði Ísland aðili að Evrópusambandinu fæli það í sér að við yrðum að tolla vörur frá ríkjum utan ESB samkvæmt tilskipun frá Brussel."  og  "Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að Ísland myndi borga tolla beint til Evrópusambandsins"

Sem stendur leyfist ríkissjóði landsins að tolla vörur sem koma frá löndum utan ESB, að vild.  Þessir tollar renna óskiptir til ríkissjóðs. 

Yrði landið aðildarríki ESB, þá yrði ríkissjóði hins vegar skylt að deila þessum tolltekjum með ESB. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Án þess að ég viti það en koma þessir tollar þá ekki að verulegu leyti til baka, eða kannski rúmlega það í bakframlögum ESB, minnist Heimssýn ekkert á það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2011 kl. 23:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, Heimssýn hefur áreiðanlega einhvern tíma vísað í skýrsluna sem hið opinbera lét vinna fyrir nokkrum árum. Þar kemur fram að tekjustofnar ESB (innheimtir hjá aðildarþjóðunum) eru:

a)hluti af tollum og innflutningsgjöldum aðildarríkjanna

b)hlutdeild í virðisaukaskattgreiðslum aðildarríkjanna

c)hlutdeild í vergum þjóðartekjum aðildarríkjanna

Árið 2007 var áætlað að framlag Íslands yrði (á verðlagi 2007) uþb ÍKR: 10,5 milljarður - árlega!

Kolbrún Hilmars, 20.4.2011 kl. 01:04

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég svaraði ekki þessu með endurgreiðslurnar, enda orðin of þreytt eftir óvenju langan vinnudag (fram á nótt) til þess að leggja í frekari pappírsvinnu

Í skýrslunni góðu segir:  "Reynsla Íslands af samkeppnissjóðum á sviði rannsóknar- og menntamála er góð.  Hingað til hefur gengið vel að fá styrki og það myndi varla breytast þótt Ísland gengi í ESB."
og
"Greiðslur til ESB koma að mestu úr ríkissjóði, en framlögum frá ESB er úthlutað til verkefna sem nýtast almenningi og fyrirtækjum."
og
"Til að mæta auknum útgjöldum ríkissjóðs og tekjutapi vegna samningsins [...] gera megi ráð fyrir að ríkið geri hugsanlega gagnráðstafanir, t.d. með lækkun framlaga til landbúnaðar og lækkun á framlögum til byggðaverkefna á móti styrkjum frá ESB til landbúnaðar og byggðaverkefna, sem og hugsanlega með hækkun virðisaukaskatts á matvæli á móti lækkun tolla á landbúnaðarafurðir.
"

Þannig get ég ómögulega skilið að ESB aðild sé neitt gróðadæmi. 

Kolbrún Hilmars, 20.4.2011 kl. 15:14

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Úbs... ekki fyrr búin að sleppa lyklaborðinu en frétt birtist um að ESB hyggist hækka aðildarframlögin til sín um 4.9% á þessu ári.

Miðað við skýrslutölurnar sem ég nefndi hér á undan, þýddi slík hækkun hálfan milljarð, eða 500 milljónir, fyrir íslenska ríkissjóðinn - á hverju ári auðvitað.

Kolbrún Hilmars, 20.4.2011 kl. 17:03

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hér að ofan hef ég verið að vitna í Skýrslu Evrópunefndar  (sem forsætisráðuneytið skipaði árið 2004)  og skilaði af sér með viðkomandi skýrslu árið 2007 - sem er heill bæklingur.  Vönduð og fín vinnubrögð.

Googla má skýrsluna samkvæmt feitletrun.

Hér með er svo þessu eintali mínu lokið     Gleðilegt sumar!

Kolbrún Hilmars, 21.4.2011 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband