Aðdáunarvert hugmyndaflug

Allir kannast við útlendu tölvupóstana, þar sem ýmsum fortölum og aðferðum er beitt til þess að kría pening út úr viðtakandanum. 

Ég er vön að eyða þeim jafnóðum og eftirfarandi pósti einnig, en afritaði þó textann áður.  Þessi var nefnilega óvenjulega frumlegur:

James Bastos skrifar, orðrétt:  "We receive a message from one Mr. Jame Durward that you are dead.  he sent us an accout where to transfer your funds.   email back if you are still alive."

Ég kleip mig í handlegginn til þess að fullvissa mig um að ég væri á lífi.  En honum James kemur það ekkert við...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæl - mér dettur í hug að þarna geti verið á ferðinni tölvuhakkari og um leið og þú myndir svara (því enginn vill vera dauður), er viðkomandi kominn inn í tölvuna þína og getur náð öllum upplýsingum til að tæma sjóði þína...........

Eyþór Örn Óskarsson, 17.4.2011 kl. 14:59

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eyþór, lukkuriddarinn James heldur líklega að ég sé auðugri en sjálf bretadrottning miðað við  alla lottóvinningana og erfðagóssið sem mér hefur verið tilkynnt um síðustu árin     Mitt ótímabæra andlát hlýtur að valda honum vonbrigðum...

Kolbrún Hilmars, 17.4.2011 kl. 20:03

3 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Já Kolbrún ég hef svosem fengið ýmsar tilkynningar líka um risalottóvinninga og að ég hafi erft einhvern - en ég hef þó aldrei fengið tilkynningu um að ég sé dauður... en hver veit - ég er kanski svona fattlaus, ætti kanski að fara að tékka á dánartilkynningum

Eyþór Örn Óskarsson, 17.4.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband