NEI við Icesave III

Sú afstaða er og hefur alltaf verið mín.  Hana byggi ég annars vegar  á af þeirri nasasjón sem ég hef af fjármálum og hins vegar því "innsæi" sem margir vilja tileinka konum.

Svo heppilega vill til að ég þarf ekki að rökstyðja mína afstöðu hér.   Mér betri og fróðari menn gera það oft á dag og telja upp öll rökin fyrir NEI - sem flestir hafa aðgang að. 

Áfram-sinnar gera reyndar slíkt hið sama en þeir gætu sparað sér auglýsingakostnaðinn.  Þeim dygði einföld auglýsing; þú velur JÁ ef þú ert hlynnt/hlynntur ESB aðild.  Önnur marktæk rök hafa Áfram-sinnar ekki.

NEI er svar hins almenna íslendings sem hefur allt að vinna og engu að tapa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já við neiinu vegna icesafe.

Valdimar Samúelsson, 1.4.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Nei við Icesave.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2011 kl. 19:01

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt hjá þér Kolbrún, engu að tapa en allt að vinna. 

Icesave er sem betur fer einfalt mál en það er stórkostlegt hvað siðblindingjar og eða kjánar geta gert einfalda hluti flókna, til að þjóna hagsmunum sínum.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.4.2011 kl. 21:14

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur öllum fyrir innleggin.  

"Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér" , svo ég leyfi mér að vitna í Sallustius (d.35 BC) 

Kolbrún Hilmars, 3.4.2011 kl. 12:36

5 Smámynd: Jón Svavarsson

Við segjum hingað og ekki lengra NEI við ICESLAVE, þjóðin hefur ver sætt nóg af kúgunum og ég tek undir það að segja NEI við aðild að ESB. Þeir eru ekki að sækjast eftir aðild okkar í ESB okkur til hagsbótar nema síður væri, þeir vilja seilast í auðlindir okkar og ekkert annað !!!

Jón Svavarsson, 4.4.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband