Það er munur á!

Ef þingmaður segir sig úr þingflokki en kýs þó að styðja áfram við vilja kjósenda sinna sem óháður, er ekki sambærilegt við að þingmaður skipti um stjórnmálaflokk á miðju kjörtímabili.

Í fyrra tilvikinu hefur ekkert breyst gagnvart kjósandanum en í hinu síðara hefur þingmaður svikið kjósendur sína.


mbl.is Ásmundur áfram í þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæl Kolbrún - alveg sammála og ekki dregur það úr að bæði hafa lýst því yfir að þau ætli að starfa samkvæmt stefnuskrá VG......

Eyþór Örn Óskarsson, 22.3.2011 kl. 23:46

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir, Eyþór. Bæði Lilja og Atli tóku einmitt fram að þau myndu starfa í anda stefnu VG - sem kjósendur gáfu atkvæði sitt.

Sniðugt samt að heyra að flokksræðið hvetur þessi tvö til þess að segja líka af sér þingmennsku; það mætti halda að stefnuskráin sé orðin handónýt... :)

Kolbrún Hilmars, 23.3.2011 kl. 16:22

3 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

já það er svolítið skondið - nú heimta stjórnir VG félaga um suðurkjördæmi að Atli víki af þingi (væntanlega til að koma hlíðnari manni að ) og á sama tíma berst áskorun til Atla frá kjósendum VG í suðurkjördæmi, þar sem þeir hvetja hann til að sitja áfram á þingi og gefast ekki upp............

Eyþór Örn Óskarsson, 24.3.2011 kl. 18:30

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl nafna. Alveg 100 % rétt hjá þér. Það er nefnilega allt of oft sem stefnan breytist og fer langt frá loforðum og stefnulýsingu fyrir kosningar. Ég átti undir högg að sækja í Frjálslynda flokknum út af þessari skoðun minni. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2011 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband