19.3.2011 | 18:55
Víkja fyrir hverjum?
Sitja þessir stjórnvaldsfulltrúar ekki í bankaráðunum til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs vegna þess að ríkissjóður á hlut í bönkunum?
Það má vel vera að fulltrúar forsætisráðherrans hafi brugðist henni í þessu launamáli, en hún hefur reynt á eigin skinni að frekjan dugir ekki þegar meirihlutinn er á öðru máli.
Það verður fróðlegt að sjá hverjir veljast fyrir hönd ríkisins í stað þeirra fráviknu. Ef nokkrir.
Fulltrúar ríkisins víki úr bankaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einsog annað sem þessi stjórn þykist vera að gera, þá er þetta enn eitt klúðrið.
Hvenær lýkur þessari vitleysu Jóhanna ?
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 19:24
Sæl Kolbrún - ég verð að segja að mér finnst þetta rétt hjá forsetisráðherra og vísa þá til þess að þessar launahækkanir voru langt út úr korti, þar sem stefna ríkisstjórnarinnar er að stemma stigu við ofurlaunum, finnst mér rétt að ætlast til að fulltrúar hennar í bankaráðum umræddra banka fylgi þeirri stefnu og að mínu mati hvíldi sú skylda á herðum þeirra að greiða atkvæði á móti hækkun - ekki að sitja hjá eða greiða atkvæði með..............
Ef fulltrúar geta ekki fylgt stefnu stjórnvalda í þessu máli, á að setja þá af og setja aðra inn sem hafa bein í nefinu.............
kær kveðja...........
Eyþór Örn Óskarsson, 19.3.2011 kl. 19:54
Birgir, rétt - þetta er enn eitt klúðrið og nú þykir mér þetta orðið gott!
Eyþór, ég sé ekki að þessi atkvæðagreiðsla eins fulltrúa skipti nokkru máli með niðurstöðuna, hvort setið er hjá, sagt nei eða já við tillögunni. Jafnvel þótt þeim hefði verið uppálögð eitthver ákveðin afstaða í upphafi - sem greinilega var ekki gert.
Það sem ég set út á er það, að viðkomandi fulltrúar sitja í bankaráðunum á vegum ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnin ber ábyrgð á sínu fólki. Hvorki meira né minna.
Kolbrún Hilmars, 19.3.2011 kl. 20:28
alveg rétt, þessi atkvæðagreiðsla fulltrúanna skipti kanski ekki máli varðandi niðurstöðuna, en ef ég hefði verið þarna sem fulltrú ríkisstjórnar sem hafði gefið út umr. stefnu, hefði ég litið svo á að mér bæri að fylgja henni en ekki tekið upp hjá sjálfum mér að greiða atkvæði á móti - mér hefði þótt það heiðarlegra...........
Eyþór Örn Óskarsson, 19.3.2011 kl. 21:14
Ögmundur Jónasson sagði nýlega að við hefðum verið rænd og sannari orð eru ekki til um þessi bankamál.
Það er ekki vitglóra í að moka endalaust peningum í bankagræningja-hítina. Birtingarmynd gömlu rótgrónu siðblindunnar birtist í hnotskurn í þessu ofurlaunamáli. Siðblindunnar sem búið er að skrifa mörg bindi af rannsóknarskýrslu um. Og þó streyma peningarnir enn hindrunarlaust úr landinu og í skattaskjól, á meðan skilanefndar-moppur og aðrir embættis-þveglar mafíunnar hagræða tölum og stjórna fréttaflutningi og öðru hér á landi. Vilhjálmur Egilsson (sem er siðblindastur allra) fullyrðir á sama tíma að það sjái það hver maður að ekki sé hægt að borga fólki á almennum vinnumarkaði mannsæmandi laun? Hvergi í veröldinni þekkjast svona vinnubrögð hjá "lýðræðisríki" nema á Íslandi.
það er auðvelt að kenna Jóhönnu um allt sem illa gengur, þegar ekki er farið eftir þeim fyrirmælum sem gefin eru, og það hefur frá byrjun verið markmið svikaranna að sverta ríkisstjórnina sem mest til að ná völdum í alþingishúsinu aftur. Ástæðan fyrir að hér hefur allt staðnað er að gömlu spillingar-illgresis-ræturnar eru enn í bönkunum, lífeyrissjóðunum, LÍÚ og hæstarétti eins og fyrir hrun. Það hlýtur hver að sjá sem hugsar rökrétt og lætur ekki áróðurs-takkavélar pólitísks áróðurs m.a. ríkisfjölmiðla og einhliða áróður sumra dagblaða hafa áhrif á sig.
Hvernig í ósköpunum er hægt að horfa framhjá þessari augljósu staðreynd? Hvað fær fólk borgað fyrir þennan lyga-áróður og/eða hvers vegna sér fólk þetta ekki? Af tvennu illu er blindan heiðarlegri og fyrirgefanlegri en vísvitandi mútulyga-áróðurinn til að ná fram vilja "sinnar" ræningja-stofnunar!
Bendi svo á vefsíðuna: fiski.com. Þar er hægt að sjá smávegis af sönnum fréttum svona til tilbreytingar í ríkis-fjölmiðlalausa landinu Íslandi, og velta svo fyrir sér siðferðis-brenglun lyga-áróðurs-fjölmiðlanna í dag! Þetta getur ekki orðið verra, eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2011 kl. 00:25
Takk fyrir innleggið, Anna. Það er alveg rétt hjá þér að það þarf víða að taka til í kerfinu. En þessir tveir bankar eru nú komnir utan seilingar, því kröfuhafar (erlendir, er okkur sagt) ráða þar öllu og vilji þeir takmarka gróða sinn með hálaunagreiðslum fær ríkisvaldið engu um breytt. Að halda öðru fram er sýndarmennska.
Kolbrún Hilmars, 20.3.2011 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.