Flókin lánamál - eða ekki?

Nonni nágranni á flott einbýlishús - og ég er auðtrúa nágranni hans.  Nonni selur mér því allar innréttingar og tæki í eldhúsinu sínu.  Hann lánar mér fyrir kaupverðinu með því að taka veð í láninu, sem er auðvitað veð  í innréttingunum sjálfum.

Ég á því eldhúsinnréttingarnar í húsinu hans Nonna en skulda honum jafnframt andvirði þeirra.  Samt hef ég engan afnotarétt af innréttingunum mínum í húsinu hans Nonna.  Látum það vera, því enn sem komið er hafa engin verðmæti skipt um hendur á milli okkar grannanna.  Allt bara á pappírunum!

Nú nú, svo detta á náttúruhamfarir og eldhúsið hans Nonna eyðileggst algjörlega.  Þar með innréttingarnar mínar.  Í kjölfar þess þarf hann Nonni auðvitað að endurnýja eldhúsið sitt.   Hvað gerist þá?

Hefur veðsetningarlánið mitt  eyðilagst með  innréttingunum mínum?   Eða á Nonni nú kröfu á mig að greiða lánið til þess að endurbyggja innréttingarnar?

Var ég innréttingaeigandi, lántaki eða nágrannaábyrgð Nonna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Skemmtileg pæling hjá þér - frá mínu sjónarhorni nær veðið til umræddra innréttinga eingöngu og þegar þær eyðilögðust var veðið ónýtt og ef Nonni vill fá sér nýjar, er það hans hausverkur...........

Eyþór Örn Óskarsson, 15.3.2011 kl. 12:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Eyþór.  Nú þykir mér freistandi að flækja málið svolítið meira:

Segjum að Nonni nágranni hafi í millitíðinni framselt bankanum sínum lánið mitt til þess að greiða upp yfirdráttarskuldina sína þar.  Hvort ætli sé líklegra að bankinn rifti þeim viðskiptum til þess að létta af mér láninu eða reyni að innheimta lánið hjá mér á gjalddaga? 

Kolbrún Hilmars, 15.3.2011 kl. 13:05

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ef þú Nafna hefur átt innréttingarnar þá áttu væntanlega rétt á tryggingabótunum og getur látið þær ganga upp í lánið því lán verður alltaf að greiða. Ef eitthvað stendur útaf sem er mjög trúlegt , ef þetta var íslenskt tryggingarfélag, þá gætuð þið samið um greiðslur af eftirstöðvum með jöfnum greiðslum, án vaxta, og án annarra trygginga, í nokkra áratugi og bæði verið sátt.

Skil samt ekkert í þér að láta plata þig til þessara kaupa í upphafi  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2011 kl. 14:25

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

  Hann Nonni fær auðvitað tryggingabæturnar - ef einhverjar verða.  Hann þarf jú að endurnýja eldhúsið sitt!   

Svo á ég mér afsökun; þúsundir íslendingar létu plata sig fyrir hrun; ekki endilega á þennan hátt en með sambærilegum afleiðingum. 

Kolbrún Hilmars, 16.3.2011 kl. 16:39

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah já er það :))) alveg ofvaxið mínum skilning mín kæra hahahah

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2011 kl. 19:20

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bankinn hans Nonna nágranna er nú einmitt að leita að nýjum aðila sem hefur áhuga á að fjárfesta í splunkunýjum og flottum innréttingum í endurbyggða eldhúsinu hans Nonna.   Ætlar  einmitt að markaðssetja þær strax "eftir helgi", en auðvitað verður búið að afmá nafn Nonna - enda er hann löngu fluttur úr landi.  

Ertu nokkuð að leita fyrir þér með fjárfestingar,  nafna mín? 

Kolbrún Hilmars, 16.3.2011 kl. 19:41

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha nei getur maður nokkuð spáð í svoleiðis fyrr en búið er að aflétta höftum og taka risalán í útlöndum:) þá á allt að lagast ekki satt og þá er aldrei að vita hvað gerist :)) kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2011 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband