Stílbrot í þessari hrinu

því þetta er fyrsti skjálftinn af tugum sem ekki á uppruna "austur af" Honshu heldur undir landi; á vesturströndinni.

Allir eftirskjálftar dagsins hafa verið  af svipuðum styrk, 5-7 stig, og þá með upptök á 10 - 40 km dýpi undir sjávarbotni austur af Honshu.   Það er greinilegt að virknin hefur verið að færast suður á bóginn og nær landi, í átt að Tokyo.

Þessi  einstaki skjálfti í Nigata (mælist 6,2 stig) á uppruna á aðeins eins km dýpi, uþb 200 km norðvestur af Tokyo. 

Hvað er eiginlega að gerast þarna hinum megin á hnettinum?

Viðauki:  Annar skjálfti að styrkleika 6,6 stig varð núna rétt fyrir kl. 20 með upptök undir sjávarbotni vestur af norðurhluta Honshu.   Upptök á sama dýpi og hinn fyrri, eða 1 km.   Þar með eru stílbrotin orðin tvö!


mbl.is Annar skjálfti í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tók eftir því í morgun að USGS (United Stetes Geological Survey) hefur breytt tölunum um dýpt skjálftanna við Japanshaf;  nú skrá þeir upptök þeirra beggja á 10 km dýpi - ekki 1 km eins og í upphafi.

Kolbrún Hilmars, 12.3.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband