Mínir fiðruðu vinir kjósa íslenskt

Fuglafóður (hveitikorn) frá Kötlu er uppáhaldsrétturinn, næst vinsælast er mulið íslenskt allrakorna bakarísbrauð, þriðja vinsælast er heimatilbúinn hafragrautur með vænni blöndu af íslenskri feiti og smjöri.  Síst líkar þeim við vítamínbætt, rándýrt fuglafóður frá Spáni. 

Í garðinum eru kettir að flækjast svo ég hef þann sið að gefa smáfuglunum á svölunum hjá mér.  Starrar og þrestir mæta þar sjaldan, en  sólskríkjurnar kunna vel að meta þjónustuna og eru daglegir gestir - heilu hóparnir af þeim.

En semsagt; sólskríkjurnar virðast ekki hrifnar af því sem kemur í tilbúnum pakkningum frá ESB og svei mér ef þær skríkja ekki líka "NEI við Icesave" þegar þær kveðja og þakka fyrir viðgerninginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl nafna... skemmtilegur pistill. Já margur er knár þó hann sé smár...  bara að það sé ekki af matarást á þér sem þeir synja  . Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.3.2011 kl. 09:06

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég hef gefið þeim sólblómafræ sem og "hafragraut" vel bleyttann í mataroliu sem ég set í sérstaka fóðurskál sem er fest á "blágríti" í garðinum hjá mér - eins og þú Kolbrún þá set ég líka út brauð og kanski epli sem td þrestir sem og strarrar sækja meira í ....... kettir eru á sveimi og tek ég harrt á þeim sjái ég til þeirra - held þeir séu loksins farnir að skilja skilaboðin sem ég sendi þeim ....

Jón Snæbjörnsson, 10.3.2011 kl. 11:50

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég verð greinilega að fara að taka upp breytta siði og bera út góðgerðir ef það skyldi hjálpa eitthvað kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.3.2011 kl. 16:58

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk nafna mín.  Jamm, þegar mútur eru annars vegar þá er vænlegast að byrja á grasrótinni, ekki síst ef hún er fleyg...       

Jón,  kettirnir eru fuglavandamál hér í mínum garði, en að öðru leyti hef ég ekkert á móti þeim.   Þeir fá þó nóg að éta heima hjá sér og geta vel látið fiðurfénaðinn í friði.  Hvaða aðferðum beitir þú á þá? 

Kolbrún Hilmars, 10.3.2011 kl. 19:26

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kanski ljótt að segja frá því Kolbrún - en ég á það til að kasta að þeim smá "steinvölu" þe hafi ég tækifæri til þess - nú og svo "hrópa" ég til þeirra sem og hugsa þeim þegjandi þörfina sem og eigendum þeirra / vikrar náttúrulega ekki neitt en ég fæ smá "sálarró"

Jón Snæbjörnsson, 11.3.2011 kl. 13:05

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jón þú yrðir ekki góður í að smala köttum  " hugsa þeim þegjandi þörfina" hahhaa það virkaði ekki hjá Samfó  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.3.2011 kl. 15:58

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

  Enda er Jón ekki að smala köttum heldur dreifa þeim - rétt eins og ég vildi geta. 

Okkur vantar töfraþuluna sem var notuð á VG kettina til þess að smala (eða þagga niður í þeim?) og fara með hana aftur á bak.   Þannig virka þær víst öfugt ef trúa má þjóðsögunum...

Kolbrún Hilmars, 11.3.2011 kl. 16:26

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta er snilldarhugmynd og þjóðleg þar að auki nafna mín. Þekki bara ekki neinn í Samfó sem getur upplýst okkur um aðferðarfræðina hennar Jóhönnu. Hún hefur gert eitthvað meira en að "hugsa þeim þegjandi þörfina" trúi ég hahahah kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.3.2011 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband