Nú er fullreynt!

Ég skrifaði síðast í gær hér á blogginu að við lifðum á örgustu öfugmælatímum. Þó sá ég ekki fyrir tíðindi dagsins og hefði ekki búist við því að vont gæti enn versnað.

Forsætisráðherra hyggst að sögn flytja skýrslu á Alþingi eftir tæpan hálftíma. Vonandi verða lokaorð þeirrar skýrslu: Ríkisstjórnin afsalar sér hér með umboði sínu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er dagur hinna stóru dóma. Allt vatn á Íslandi metið á skítna 10 milljarða og ríkisstjórnin stendur berrössuð eftir í vanhæfi sínu eftir dóm Hæstaréttar.

Já, þetta eru örgustu öfugmælatímar sem við lifum nú.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2011 kl. 19:28

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælar dömur. Ég tek undir þetta maður er ekki alveg að átta sig á hvaða öfl eru í gangi í þjóðfélaginu í dag. Það virðist vera málið að gera bara eitthvað til að dreifa athygli og svo er það dæmt ógilt og kolvitlaust áður en nokkuð gerist Hvar endar þetta eiginlega kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.1.2011 kl. 21:54

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur fyrir innlitið, Ragnhildur og nafna.

Er orðin svo gáttuð á ruglinu öllu að mér dettur ekkert annað í hug en að nú sé orðið nokkuð sjálfgefið að við  einhendum okkur í bananarækt...

Kolbrún Hilmars, 26.1.2011 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband