Þar fór það!

Írar samþykktu Lissabon sáttmálann í 2. umferð eftir að þeim voru gefnar tvær undanþágur frá sáttmálanum.  Önnur var undanþága fyrir herþátttöku írskra þegna í ESB hernum - hin að þeir fengju að halda fóstureyðingalöggjöf sinni. 

Nú þegar hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt af írskum aðra undanþáguna.

Það hefur oft verið bent á það að varlega skyldi treysta undanþágum viðvíkjandi ESB aðildarskilmálum í viðræðum íslenskra við apparatið.   Þetta mál bendir til þess að hinir sömu hafi eitthvað til síns máls.  

 


mbl.is Bann við fóstureyðingum dæmt ólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi fóstureyðingarlög eru tímaskekkja runnin undan rifjum brjálaðra ofsatrúaðra kaþólikka og mega því alveg við endurskoðun og breytingu.

Baldur (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Baldur, sammála - en það sem ég velti fyrir mér er:  af hverju írskum var selt þetta óraunhæfa loforð og af hverju þeir trúðu því?

Kolbrún Hilmars, 16.12.2010 kl. 13:39

3 identicon

Ég er andvígur fóstureyðingum nema að móður stafi hætta af meðgöngunni.

G.P. (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 15:24

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

G.P. gott og vel:  Ef þú hefðir einhvern tíma kaupslagað um þitt sjónarmið og stæðir í þeirri trú að gamla gildið um að  "kaup skulu standa" yrði virt, hvernig myndir þú bregðast við nú - í sporum írskra?

Kolbrún Hilmars, 16.12.2010 kl. 16:24

5 identicon

Höfum í huga að Mannréttindadómstóllinn heyrir undir Evrópuráðið (sem við erum aðili að) en ekki Evrópusambandið, og er því ekki skuldbundinn af undanþágunum sem þú nefnir. Fyrirsögn fréttarinnar ("Bann við fóstureyðingum dæmt ólöglegt") virðist líka gefa til kynna að verið sé að skipa Írum til þess að leyfa fóstureyðingar almennt séð, en það er ekki rétt. Staðan í dag er sú að írskum konum er heimilt að fara í fóstureyðingu ef líf eða heilsa þeirra er í hættu. Konan sem um er að ræða í fréttinni hafði rétt á því að fara í fóstureyðingu í Írlandi (enda krabbameinssjúklingur), en fann þar engan lækni sem vildi framkvæma aðgerðina og neyddist því til þess að leita til breskra lækna.

Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að írsk stjórnvöld væru skaðabótaskyld þar sem þau hafi ekki séð til þess að konan gæti nýtt sér rétt sinn til fóstureyðingar. Þetta er í rauninni afar eðlilegur dómur. Það er líka frekar hæpið að segja að verið sé að hrófla við fóstureyðingarlögunum sem slíkum, hér er einungis verið að sjá til þess að núverandi lögum verði framfylgt í raun.

Jón (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 17:14

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón,  takk fyrir innleggið.  Ég hef engan sérstakan áhuga á fóstureyðingalöggjöf Íra að öðru leyti en því að þeim var lofað að þeir fengju að halda henni þvert á stefnu ESB.  

Mannréttindadómstóllinn hefur nú dæmt loforðið ómark.  Það er mergurinn málsins!

Kolbrún Hilmars, 16.12.2010 kl. 18:08

7 identicon

Það er í meira lagi undarlegt fyrirkomulag að hægt sé að drepa fóstur að eigin geðþótta eins og hægt er á Íslandi.

Að farga því lífi sem mun verða að manneskju, undursamlega vafið í móðurkviði og allir eru sammála um að sé það gleðilegasta og magnaðasta sem um getur.

Vei þeim sem gleðst ekki yfir vaxandi barni.

Þið afsakið, en ég hlýt að vera skyni skroppinn - ég fæ þetta ekki til að ríma við neitt eðlilegt eða gott.

G.P. (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 23:23

8 identicon

Elskurnar mínar... sem kommentið hér hjá Kollu, hún er EKKI að benda á neitt hvað varðar fóstureyðingar, heldur snýst þetta um hvað ESB lofaði og hverju Írar trúðu.  Málefnið hefði alveg eins getað verið um skotapils,  sem írar hefðu verið skikkaðir til að ganga í að samningi óbreyttum, en fengu loforð um að þeir fegnu undanþágu frá því gegn því að samþykkja Lissabonsáttmálann.  Málið í hnotskurn er að Írar voru blekktir af ESB en þeir voru einnig of auðtrúa, svona eins og áhangendur samfylkingar og  stöku sjallar sem eru tilbúnir að selja sálu sína. 

(IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 00:31

9 Smámynd: Magnús Ágústsson

já einmitt ef við förum í klúbbinn og okkur verður lofað að halda auðlindum okkar þá verður það tekið af okkur fljótlega með dómi

það er mergur málsins 

Magnús Ágústsson, 17.12.2010 kl. 04:25

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk, Silla mín, fyrir að útskýra málið betur en mér tókst - hólið fer til þín í dag

En ef við snúum okkur að alvörunni; þá líkar mér miklu betur við ESB þegar apparatið gefur línuna fyrirfram, t.d. eins og þetta með hvalveiðibann strax í gær.  Með því móti lofar enginn upp í ermina sína og enginn lætur blekkjast.

Magnús, takk fyrir innleggið - ég er þér hjartanlega sammála.

Kolbrún Hilmars, 17.12.2010 kl. 17:46

11 identicon

Mannréttindadómstóllinn heyrir ekki undir ESB. Undanþágan sem Írum var veitt hljómar þannig að ESB mun ekki beita sér fyrir breytingum á írskri fóstureyðingarlöggjöf. Evrópusambandið hefur aldrei skipt sér að þessu tiltekna máli. Þetta er ekki tilskipun frá ESB, heldur dómur utanaðkomandi dómstóls. Undanþágan er enn í gildi, nú sem fyrr.

Ætli það sé ekki frekar mergur málsins.

Jón (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 19:49

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón - sami Jón og áður?  Við höfum í rauninni bæði rétt fyrir okkur;  ESB mun ekki skipta sér af löggjöfinni sjálfri skv. loforðinu - en ekki heldur því ef löggjöfin fær ekki staðist fyrir dómstólum.  Hvers virði er slíkt loforð og slík "undanþága"?

Kolbrún Hilmars, 18.12.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband