11.12.2010 | 16:15
Höfnum Icesave 3!
Samninganefndin síðasta hefur skilað af sér. Þá er líka fullreynt að lengra verður ekki komist með pólitískri samningaviðleitni. Og þar með viðleitni íslensku ríkisstjórnarinnar til þess að semja um að skuldaábyrgð á fjármálasvikum einkaaðila verði velt á íslenskan almúga - sem almenningur mun aldrei samþykkja.
Vissulega er útgáfa 3 verulega betrumbætt frá hinni "glæsilegu" útgáfu, sérstaklega vaxtaþátturinn, en dugir ekki til. Óvissuþættirnir eru of margir til þess að við getum leyft okkur að samþykkja hana. Ég fylgdist með beinni útsendingu þegar samninganefndin skilaði áliti sínu og það sem stakk mig mest var að í hinu greinargóða yfirliti sem Buchheit gaf um forsendur og framkvæmd, var að í nær hverri setningu setti hann fram EF. Ef þetta þá verður ef hitt. Á öllum þessum "efum" var samningurinn byggður. Sem er gjörsamlega ófullnægjandi hvað viðskiptasjónarmið varðar, en gæti þóknast pólitískum.
Þó er óþarfi að agnúast út í samninganefndina sjálfa; hennar hlutverk var að sinna þessari pólitísku samningatilraun og hún skilaði því með sóma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kolbrún, þjóðin á að borga sem mest í Icesave. Hún eyðir þá engu í vitleysu á meðan! Góð færsla hjá þér, sem stundum fyrr!
Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 19:06
Þakka þér fyrir Björn
En þar sem þú nefnir eyðslu i vitleysu; hvað finnst þér þá að íslendingar skuldi og eigi að greiða svokölluðum þróunarþjóðum háar upphæðir fyrir iðnvæðingarsukk sitt síðustu 250 árin? (Sbr. Cancun ráðstefnuna í vikunni)
Kolbrún Hilmars, 11.12.2010 kl. 20:37
Það hlýtur að vera ágætt! Þá sjaldan ég fer út á sukkið, gleymi ég alltaf veskinu heima og það hefur reynst mjög hagkvæmt fyrir heimilisbókhaldið!
Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 20:44
Góður
En værir þú þá til í að borga brúsann fyrir alla hina sem fóru út á djammið og vilja nú skikka þig til þess að borga þeirra reikning...???
Kolbrún Hilmars, 11.12.2010 kl. 21:06
5% fyrir veitta greiða, ekki meira.
Maður verður nú að vera með og taka þátt í öllu, eins og skattsvikarinn sagði, sem gaf upp brotabrot af tekjum sínum, á meðan allir hinir gáfu ekkert upp!
Skárra væri nú að maður færi að borga allt upp í topp, þegar einhverjir asnar og skvísur, standa með buddurnar opnar!
Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 22:24
Þarna skilur á milli okkar; ég tek ekki í mál að greiða nein 5%
Hefði ég notið kúlulána, ofurbónusa, einkaþotuferðalaga - svo ekki sé nú nefnt kók í nös eða gullskreyttar máltíðir - rynni mér eflaust blóðið til skyldunnar. En þar sem mér var ekki einu sinni boðið í partýið aftek ég með öllu að greiða krónu!
Og þar sem ég er byrjuð að mótmæla, þá neita ég einnig alfarið að greiða svonefndum þróunarþjóðum skaðabætur fyrir rollubúskap og árabátaútgerð forfeðra minna
Kolbrún Hilmars, 12.12.2010 kl. 16:14
Ahahahhah snillingar En eins og venjulega algerlega sammála Kollu, svo ekkert nýtt hér. Þarf ekki einu sinni að blogga neitt því hún orðar hlutina alltaf miklu betur en ég. Takk Kolla mín
(IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 18:13
Kolbrún, ég sé að ég verð að fylgja þínu fordæmi. Rök þín munu standa af sér eldgos og alla þá óáran sem á okkur skellur, af völdum náttúru og manna.
Skil ekki af hverju þér var ekki boðið í gleðskapinn og enn síður af hverju mér var ekki boðið. Kannski erum við allt of heiðarleg fyrir slík samkvæmi.
Björn Birgisson, 12.12.2010 kl. 18:38
Silla mín, þakka þér líka - fyrir hólið - sem ég á ekki skilið nema kannski stundum...
Björn, rökin mín eiga einmitt helst við í óáran. Reyndar hef ég aldrei á ævinni orðið vör við blússandi velferð í þjóðfélaginu nema til skamms tíma og þá bara fyrir suma. Samt er ég farin að gamlast nokkuð...
Kolbrún Hilmars, 14.12.2010 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.