8.11.2010 | 19:04
Stöðvum innbrot!
Svo virðist sem einhver herferð gegn innbrotum hafi nú verið hafin undir kjörorðinu "Stöðvum innbrot" og mun þar vera höfðað til almennings. Hvernig menn hafa hugsað sér þá framkvæmd er óljóst, en svo virðist sem fórnarlömbin eigi að sjá um eigin sjálfsvörn. Þó ekki verklega!
Hvernig væri að löggæslan og löggjafinn sameinuðust um að nýta og/eða skapa þau úrræði sem viðkomandi er greitt fyrir af skattfé brotaþolanna? Til dæmis mætti grípa til eftirfarandi ráða:
1) Skella öllum innbrotsþjófum, sem nást á vettvangi, í gæsluvarðhald fram að dómi.
2) Eftir dóm verði allir erlendir þjófar sendir til síns heima til afplánunar og heimamenn á Hraunið.
3) Sé nauðsynlegt að vista erlenda og innlenda þjófa saman á Hrauninu verði þess vandlega gætt að enginn samgangur sé eða klíkukynni myndist á milli þeirra.
Yrði atvinnuþjófum kippt úr umferð myndi minnka þörfin á "vigilöntum" á venjulegum heimilum.
GSM-síminn er eina varnarvopnið sem fólki hefur verið bent á; taka myndir og hringja í 112. Vandinn er bara sá að gemsinn STÖÐVAR ekki innbrot!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála En vil bæta við, að segja upp EES og þar með Shengen .,
(IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 20:06
Silla, sammála viðbótinni...
Að því sögðu ætla ég að verða mér úti um allar myndirnar af "HOME ALONE" og læra trikkin - ég sé t.d. strax fyrir mér að borvél heimilisins gæti orðið mun gagnlegri vörn en myndavélasíminn...
Kolbrún Hilmars, 8.11.2010 kl. 20:39
Hér er búið að horfa svo oft á þær myndir að við kunnum þær alveg hægri vinstri Synirnir taka þetta mjög bókstaflega og hafa alltaf eitthvað brothætt á gólfinu við glugga og hurðir ,svo má nefna að bananahýði eiga það til að vera EKKI þar sem ætla mætti, skopparaboltar eru einnig þarfaþing ef þú vilt að einhver verði fyrir tjóni, og svo má lengi telja. Ég mundi hafa áhyggjur af því ef væri ég búandi í henni Ameríku að helvítis þjófurinn mundi lögsækja mig og mína fyrir stórhættulega inngöngu
(IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:54
Löggan er greinilega svolítið tvístiga um hverjum þeir eigi að sýna samstöðu. Þjófarnir hafa forgang; þá má ekki meiða, bara taka af þeim myndir á meðan þeir hreinsa út innbúið. Sennilega hefur löggan þó ekki hugsað út í það að þjófarnir hirða líka símana og þar með myndirnar...
Venjulegt fólk situr auðvitað ekki rólegt á stofugólfinu sínu á meðan dýrgripir heimilisins eru bornir út úr húsi. En það hefur aldrei borgað sig að vera "venjulegt fólk". Eins gott að hafa gott varnarplott í gangi - strákarnir þínir geta kannski kennt mér eitt eða tvö?
Kolbrún Hilmars, 8.11.2010 kl. 22:37
Kolbrún fá sér hund.
Magnús Gunnarsson, 8.11.2010 kl. 23:02
Pantið ykkur svona skilti og hafið á öllum hurðum og gluggum ásamt myndum af Adolf Hitler og Stalín þannig að þjófurinn haldi að þið séuð geðbiluð.
Hannes, 8.11.2010 kl. 23:17
Magnús, Kolbrún fær sér frekar innbrotsþjóf! ( í anda þess að "If you can´t beat them, join them".)
Hannes, verður ekki svoleiðis skiltum bara stolið líka? Það er ekki sjálfgefið að þjófapakkið sé með fullum sönsum...
Kolbrún Hilmars, 8.11.2010 kl. 23:48
Kolla mín þú skreppur bara austur á námskeið Passaðu þig bara að koma inn á réttum stað og alls ekki inn um stóra gluggan á neðri hæðinni ...........þar er trommusett undir sem einhverra hluta vegna framkvæmir ótrúlegan hávaða ef ónáðað er Mæli því með aðal inngangi þá get ég lóðsað þig inn.
(IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 10:52
Hmm, stóri glugginn freistar þegar áhættan er þekkt
Hvað gerist þegar maður ýtir á dyrabjölluna?
Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 13:45
Ekkert Kolla mín því það er engin dyrabjalla, ennþá, þú verður að berja frá þér allt vit svo í heyrist.
Trommusettið verður ekki umflúið þó vitað sé að því, ekki er allt sem sýnist nefnilega eins og þú veist eftir að hafa horft á þessar snilldar myndir.
(IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 17:28
Vissara að gera vart við sig utan við garðhliðið!
Annars ætla ég næst að skoða hvort tæknin í "Honey, I shrunk the kids" gæti gagnast sem þjófavörn. Jumm - væri ekki ljúft að sjá innbrotsþjófana minnka niður í skordýrastærð?
Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 17:55
Elska þá hugmynd þína að minnka þá og datt strax í hug þarft áhald sem vinkona mín færði mér einu sinni frá svíþjóð, en það er svona tennisspaði fínntofinn og ef ég ýti á taka það kemur rafstraumur á víranna og svo slær maður frá sér og hvissssssssssssssss það kemur skrítið hljóð og stundum vond lykt.
(IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:55
Heimilin eru greinilega ekki alveg varnarlaus - ef hugmyndaflugið fær að ráða.
Kolbrún Hilmars, 12.11.2010 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.