8.10.2010 | 17:42
Ekki einn nefskattinn enn!
Flennifyrirsögn Fréttablaðsforsíðu dagsins segir STEF "Vilja rukka netnotendur". Mér blöskrar.
Við erum nefnilega býsna mörg sem erum nettengd en höfum engan áhuga á neins konar tónlistarstússi á netinu. Við erum þar fyrir netþjónustu allra handa sem hefur ekkert að gera með annað en upplýsingar, fróðleik og önnur samskipti, bæði viðskiptalegs eðlis og persónuleg.
Ég legg til að STEF komi sér upp mælitækjum og rukki þá sem nýta tónlistarútgáfur á netinu og láti aðra í friði. Ef það er tæknilega ómögulegt er hinn og auðveldari kosturinn fyrir hendi; AÐ BANNA TÓNLIST á netinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála Mér fynnst þetta bara frekja í þessu fólki.Ég hef aldrei fengið music á netinu eða myndir og mun aldrei gera.Það er komið meira en nóg af skötum
ingo skulason (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 18:11
Takk ingo. Framkvæmdastjóri STEFS hélt því fram í Bylgjuviðtali nú áðan að nefskattskrónurnar þeirra yrðu aðeins örfá hundruð á haus, varla nokkuð sem lýðnum tæki að gera veður út af...
Kolbrún Hilmars, 8.10.2010 kl. 18:30
Ég nota bara You Tube þegar ég hlusta á tónlist og þeir loka á allt það efni sem er höfundarvarið og höfundar vilja ekki að sé þar inni og þeir sem þáð gera stórtapa á því því að oft enda ég á að kaupa tónlist með flytjanda sem ég kann vel við á You Tube.
Hannes, 8.10.2010 kl. 21:18
Ég hlusta hvorki á tónlist á netinu hvað þá að ég hlaði því niður og ekki bíómyndum heldur. Útvarpið nægir mér oftast ( nema þegar ég er að þrífa ), og ef ekki þá kaupi ég þá tónlist sem útvarpsstöðvum þóknast ekki að spila. það gildir þá sérstaklega um íslenskar hljómsveitir sem kunnar eru kannski bara í sinni heimbyggð svo sem eins og Danshljómsveit Friðjóns, Nefnina og annað skemmtilegt gotterý fyrir eyrað, jú og kannski eitthvað meira....það hlýtur eiginlega að vera, ég á svo andsk... marga diska. Nú svo kaupi ég svo til alla jóladiska, þó ekki endilega árið sem þeir koma út heldur þegar tilboðin byrja.
(IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 23:19
Hannes, einmitt, ég þykist vita að margir tónlistarmenn nýti sér netið til þess að kynna verkin sín. Ættu allir sem mögulega hefðu aðgang að kynningunni að greiða fyrir hana? Það þætti mér sambærilegt við að fyrir auglýsingapésahrúguna sem borin eru í hús, flestum í óþökk, yrði öllum bréfalúgueigendum sendur reikningurinn fyrir prentkostnaðinn
Silla, mér er líkt farið og þér. Ég sit við tölvuna heilu og hálfu dagana vegna vinnu minnar og læt mér yfirleitt nægja tónlistargutlið í útvarpinu í bakgrunninn.
Vilji ég hins vegar hlusta á tónlist, svona sérstaklega, dreg ég fram einhvern uppáhaldsdiskinn úr safninu
Kolbrún Hilmars, 9.10.2010 kl. 11:41
Eins konar PS:
Vísir.is gerði könnun fyrir Bylgjuna síðdegis um nýliðna helgi varðandi tónlistarmálið og fengu metfjölda svara, eða á sjötta þúsund.
11% játuðu að hafa halað niður tónlist ólöglega - 89% neituðu!
Kolbrún Hilmars, 11.10.2010 kl. 18:51
Ég er viss um að hlutfallið er enn lægra sem hleður niður tónlist. Ég tók þátt í könnuninni og gerði óformlega könnun meðal vinnufélaga. Flestir kíkja á visir.is daglega, en aðeins yngsta fólkið sagðist taka þátt í svona könnunum. Og aðeins yngsta fólkið á mínum vinnustað sagðist hala.
Ragnhildur Kolka, 13.10.2010 kl. 15:17
Takk fyrir innleggið, Ragnhildur. Eftir svipaða óformlega könnun og þú gerðir, hef ég komist að sömu niðurstöðu; það er unga fólkið sem hleður niður. Reyndar held ég að þessi Vísiskönnun sé fyllilega marktæk vegna fjöldans.
Reyndar gleymdi ég að geta þess að STEF tekur toll af öllum DVD diskum, líka þeim sem ekki taka tónlist. Ég notaði diskana mikið sem back-up vegna starfsins en er alveg hætt því núna. Í staðinn nota ég minnislykla. Þar tapar einhver saklaus framleiðandinn.
Kolbrún Hilmars, 13.10.2010 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.