Ekki einn nefskattinn enn!

Flennifyrirsögn Fréttablaðsforsíðu dagsins segir STEF "Vilja rukka netnotendur".  Mér blöskrar. 

Við erum nefnilega býsna mörg sem erum nettengd en höfum engan áhuga á neins konar tónlistarstússi á netinu.  Við erum þar fyrir netþjónustu allra handa sem hefur ekkert að gera með annað en upplýsingar, fróðleik og önnur samskipti, bæði viðskiptalegs eðlis og persónuleg.

Ég legg til að STEF komi sér upp mælitækjum og rukki þá sem nýta tónlistarútgáfur á netinu og láti aðra í friði.  Ef það er tæknilega ómögulegt er hinn og auðveldari kosturinn fyrir hendi; AÐ BANNA TÓNLIST á netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála Mér fynnst þetta bara frekja í þessu fólki.Ég hef aldrei fengið music á netinu eða myndir og mun aldrei gera.Það er komið meira en nóg af skötum

ingo skulason (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 18:11

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk ingo. Framkvæmdastjóri STEFS hélt því fram í Bylgjuviðtali nú áðan að nefskattskrónurnar þeirra yrðu aðeins örfá hundruð á haus, varla nokkuð sem lýðnum tæki að gera veður út af...

Kolbrún Hilmars, 8.10.2010 kl. 18:30

3 Smámynd: Hannes

Ég nota bara You Tube þegar ég hlusta á tónlist og þeir loka á allt það efni sem er höfundarvarið og höfundar vilja ekki að sé þar inni og þeir sem þáð gera stórtapa á því því að oft enda ég á að kaupa tónlist með flytjanda sem ég kann vel við á You Tube.

Hannes, 8.10.2010 kl. 21:18

4 identicon

Ég hlusta hvorki á tónlist á netinu hvað þá að ég  hlaði  því niður og ekki bíómyndum heldur. Útvarpið nægir mér oftast ( nema þegar ég er að þrífa ), og ef ekki þá kaupi ég þá tónlist sem útvarpsstöðvum þóknast ekki að spila. það gildir þá sérstaklega um íslenskar hljómsveitir sem kunnar eru kannski bara í sinni heimbyggð svo sem eins og Danshljómsveit Friðjóns, Nefnina og annað skemmtilegt gotterý fyrir eyrað, jú og kannski eitthvað meira....það hlýtur eiginlega að vera, ég á svo andsk... marga diska. Nú svo kaupi ég svo til alla jóladiska, þó ekki endilega árið sem þeir koma út heldur þegar tilboðin byrja.

(IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hannes, einmitt, ég þykist vita að margir tónlistarmenn nýti sér netið til þess að kynna verkin sín.  Ættu allir sem mögulega hefðu aðgang að kynningunni að greiða fyrir hana?  Það þætti mér  sambærilegt við að fyrir auglýsingapésahrúguna sem borin eru í hús, flestum í óþökk, yrði öllum bréfalúgueigendum sendur reikningurinn fyrir prentkostnaðinn

Silla, mér er líkt farið og þér.  Ég sit við tölvuna heilu og hálfu dagana vegna vinnu minnar og læt mér yfirleitt nægja tónlistargutlið í útvarpinu í bakgrunninn.

Vilji ég hins vegar hlusta á tónlist, svona sérstaklega, dreg ég fram einhvern uppáhaldsdiskinn  úr safninu

Kolbrún Hilmars, 9.10.2010 kl. 11:41

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eins konar PS:

Vísir.is gerði könnun fyrir Bylgjuna síðdegis um nýliðna helgi varðandi tónlistarmálið og fengu metfjölda svara, eða á sjötta þúsund.

11% játuðu að hafa halað niður tónlist ólöglega - 89% neituðu!

Kolbrún Hilmars, 11.10.2010 kl. 18:51

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er viss um að hlutfallið er enn lægra sem hleður niður tónlist. Ég tók þátt í könnuninni og gerði óformlega könnun meðal vinnufélaga. Flestir kíkja á visir.is daglega, en aðeins yngsta fólkið sagðist taka þátt í svona könnunum. Og aðeins yngsta fólkið á mínum vinnustað sagðist hala.

Ragnhildur Kolka, 13.10.2010 kl. 15:17

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innleggið, Ragnhildur.  Eftir svipaða óformlega könnun og þú gerðir, hef ég komist að sömu niðurstöðu; það er unga fólkið sem hleður niður.   Reyndar held ég að þessi Vísiskönnun sé fyllilega marktæk vegna fjöldans.

Reyndar gleymdi ég að geta þess að STEF tekur toll af öllum DVD diskum, líka þeim sem ekki taka tónlist.  Ég notaði diskana mikið sem back-up vegna starfsins en er alveg hætt því núna.  Í staðinn nota ég minnislykla.   Þar tapar einhver saklaus framleiðandinn.

Kolbrún Hilmars, 13.10.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband