Skilyrðið sem vantar er biðlund

Ég skal taka að mér að greiða þetta smáræði. Ef ég verð dugleg get ég mögulega kraflað saman 4 milljónir í tekjur á ári, en ég áskil mér þá skatt- og framfærslufrelsi á meðan.

Það hefur verið áætlað að Icesave"skuldin" sé um 800 milljarðar (áttahundruðþúsundmilljónir00/100). Þannig sé ég mér fært að greiða skuldina á 200.000 (tvöhundruðþúsund) árum.

Biðlund og þolinmæði, takk!


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Var ekki verið að segja um daginn að bankinn virðist eiga fyrir þessu?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.9.2010 kl. 21:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það minnir mig, en greinilega hefur fjármálaráðherrann ekki trú á því.

Kolbrún Hilmars, 18.9.2010 kl. 22:03

3 identicon

Þráhyggjan er að sliga Steingrím að við munum borga á endanum, með góðu eða illu !!

Brynja (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 01:29

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrædd um það. Það sem verra er að þeir varkáru íslendingar, sem gátu sagt með stolti að þeir tækju ekki þátt í áhættufjárfestingum og skyndigróðabrölti, verða nú nauðugir þátttakendur í ósómanum.

Kolbrún Hilmars, 19.9.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband