Karlanginn

Ég skautaði svona létt yfir þetta Fréttablaðsviðtal, enda þakti það nokkrar þéttskrifaðar blaðsíður. 

En miðað við fyrirsagnir og tilvísanir þá virðist mér sem Sigurði hafi  helst mislíkað það að hafa ekki notið VIP þjónustu hjá sérstökum saksóknara.    Í uppstilltri klausu á bls 24 segir:

"Þrir starfsmenn sérstaks saksóknara hafa yfirheyrt Sigurð samtímis um þau mál sem eru til rannsóknar varðandi Kaupþing.  Sigurður hefur hins vegar ekki átt nein samskipti við sérstakan saksóknara sjálfan, Ólaf Þór Hauksson.
"Hefurðu aldrei rætt við hann?"  "Ég hitti hann einu sinni í stigaganginum, aldrei annars," segir Sigurður."

Á sömu blaðsíðu: "Það kom mér á óvart að vera settur á bekk með eftirlýstum hryðjuverkamönnum, eiturlyfjabarónum og öðrum hættulegum glæpamönnum."

Hið síðarnefnda geta reyndar íslendingar allir tekið undir; við áttum aldrei von á því að Bretar skelltu á þjóðina hryðjuverkalögunum sínum.   En ekki þykir mér verra að þeir menn sem bera helstu sökina á þessum bresku aðgerðum, finni fyrir því á eigin skinni.


mbl.is Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já ég segi það líka,  KARLANGINN!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband