Rökrétt segir forsætisráðherra

Umræddur dómur varðar að vísu aðeins bílalán, en gæti orðið fordæmisgefandi fyrir öll önnur (fyrrum) gengistryggð lán heimilanna.  Ekki síst ef Hæstiréttur staðfestir okurlánavextina.

Dómur sem ákvæði að hefðbundin N-vísitölu verðtrygging kæmi í stað gengistryggingar ásamt umsömdum samningsvöxtum yrði eins og jólagjöf miðað við okurvexti Seðlabankans.

Forsætisráðherra gengur semsagt útfrá því að það sé rökrétt að 40 - 50 þúsund heimili á landinu verði all snarlega gjaldþrota.  Eða gerir hún sér ekki grein fyrir því hvað þessi dómsúrskurður þýðir?


 

 


mbl.is Gengislánin „frumskógur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Af hverju ætti hún að gera sér grein fyrir því að þessi "fáu" heimili verði gjaldþrota??

Hún er ekki að gera sér grein fyrir neinu öðru - hversvegna þessu?

Þatta er allt innan viljayfirlýsingarinnar sem hún og Steingrímur skrifuðu undir ásamt Gylfa og Seðlabankastjóranum þegar þau seldu þessi heimili í hendur AGS

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.7.2010 kl. 07:04

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlitið, Ólafur. Mér hefði þótt betra að forsætisráðherrann hefði sleppt þessu "kommenti", sem mér finnst afar óviðeigandi. Enda hefur hún oft áður þagað um mál sem hún vill ekki blanda sér í.

Kolbrún Hilmars, 25.7.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband