11.7.2010 | 18:58
Flokkast leiðsöguhundur undir dýrahald?
Mér þætti eðlilegra að hann teldist hjálpartæki. Nú stendur upp á löggjafann.
Vilja ekki leiðsöguhund í blokkinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Kolbrún Hilmars
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greind er ekki öllum gefin, en kannski kærandinn geti glatt sig við að hafa 20/20 sjón
Ragnhildur Kolka, 11.7.2010 kl. 21:13
Ragnhildur, líklega er það einmitt tilfellið þarna - og viðkomandi ekki til sóma.
En mér finnst í rauninni ófyrirgefanlegt að blindrahundar flokkist sem hvert annað dýrahald. Þar hefur löggjafinn illilega brugðist.
Kolbrún Hilmars, 11.7.2010 kl. 21:26
Mér finnst þetta með hreinum ólíkindum. Þegar svona stendur á finnst mér að venjulegar húsreglur verði að víkja. Leiðsöguhundur fatlaðrar manneskju er ekki bara gæludýr, heldur nauðsynlegt hjálpartæki.
Þetta er satt að segja svo undarlegt að ég get ekki varist þeirri hugsun að maður þekki hugsanlega ekki einhverjar hliðar málsins sem gætu skýrt það. Ef svo er hins vegar ekki, þá finnst mér hegðun þessa fólks forkastanleg.
Theódór Gunnarsson, 11.7.2010 kl. 22:19
Theódór, takk fyrir innlitið. Samkvæmt fjölbýlishúsalögunum þá er dýrahald bannað nema allir íbúar samþykki dýrahaldið. Þannig er eiginlega bara tvennt sem hægt væri að gera í tilvikum sem þessu; annað hvort að sveitarfélagið skaffi þeim blinda húsnæði í sérbýli eða að lögum verði breytt þannig að dýrahaldsákvæðið nái ekki yfir blindrahunda.
Kolbrún Hilmars, 11.7.2010 kl. 22:31
Ef þessi lög eiga ekki að gilda um blindrahunda eigum við þá að biðja ofnæmisgemlingana vinsamlegast að hafa bara ofnæmi fyrir öðrum hundum? Bara ekki blindrahundum?
Mér finnst eiginlega aðalmálið ekki koma fram: Vissu þessir nýju íbúar af þessarri samþykkt?
Ef ég veit að lögin eru þannig að hundahald sé bannað, þá vil ég að þau lög séu virt. Ef hins vegar íbúar hússins ákveða eitthvað annað, þá vil ég fá að vita það áður en ég kaupi íbúðina og flyt inn. Ekki að það komi mér á óvart eftir nokkra mánuði og mér verði stillt upp við vegg og gerð að þessari slæmu manneskju sem rætt er um hér á blogginu.
Veit einhver hvernig þetta er?
Anna Guðný , 12.7.2010 kl. 01:38
Anna Guðný, þitt sjónarmið er nákvæmlega það sem núverandi lög gera ráð fyrir.
En lögin gera ekki ráð fyrir undantekningunni, þ.e. þeim blinda. Því þarf löggjafinn að bæta úr þannig að allir megi vel við una. T.d. eins og þú nefnir, að við eigendaskipti sé nýr kaupandi upplýstur um að í sambýlishúsinu gildi sérstök undanþága fyrir blindrahund.
Í þessu tilviki sem fréttin fjallaði um var það einmitt nýr íbúi sem mótmælti blindrahundinum.
Kolbrún Hilmars, 12.7.2010 kl. 01:55
Ofnæmi er að mínu mati ekki afsökun í þessu máli. Ég er sjálf með mjög mikið ofnæmi fyrir köttum og astma, en að köttur gangi um sama stigagang og ég myndi ekki trufla mig. Það væri annað ef ég þyrfti að vera í sömu íbúð og kötturinn en að ganga í gegnum sama svæði og hann hefur sama sem engin áhrif. Mér finnst þessi ofnæmisafsökun sem alltaf er verið að flagga í fjölbýlishúsum vera svolítil fanatík.
Hildur Sif (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 10:42
@Anna Guðný, mér sýnist ekki af því að lesa fréttina.
Hún fékk leyfi hjá hinum íbúunum fyrir þrem árum.
Exó kom svo ekki fyrr en fyrir 3 mánuðum.
(enda 3-4ára prósess að fá svona hjálparhund)
Til að hægt sé að skrá hund hjá Sveitarfélagi eða þinglýsa
því að hundur sé til staðar í fjölbýlinu, þarf hundurinn að vera
kominn og örmerkið hans skráð.
Það er eitthvað sem Svanhildur Anna Sveinsdóttir gat ekki gert þó hún viljað hefði,
því tel ég ólíklegt að fólkið hafi vitað af hundinum.
Mér finnst vanta alveg hina hliðina í þessari frétt, leyfi mér að efast um að ,,þetta fólk" sé að neita leyfis ,,afþvíbara" eitthvað hlýtur að hafa komið upp á, sem væri kannski hægt að laga?
t.d. úrgangur úr hundinum? Manneskja sem er sjónskert og jafnvægislaus hlýtur að eiga í einhverjum erfiðleikum við að hreinsa upp eftir hann, ætti ekki sveitafélagið að útvega hjálp í það? Hreinsun?
Vigdis Andersen (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 17:07
Eftir að hafa lesið fréttina og rætt þetta mikið við þá sem ég þekki og eiga það sameiginlegt með mér að umgangast fatlaða mjög mikið er eitt sem við öll tókum eftir. Í fréttinni segir "Nýinnfluttir íbúar í einni íbúðinni vilja ekki hafa hundinn í húsinu þótt hann fari einungis stutta leið um sameignina á fyrstu hæð" og vekur það mann til umhugsunar hvort ekki megi ná sáttum t.d. með breytingu á húsnæði þannig að hundaeigandinn fái sérinngang.
Sverrir Gísla (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 10:47
Nú þekki ég ekki neitt til þessa tiltekna máls. En svo mikið veit ég að það tekur nokkur ár að sérþjálfa þessa aðstoðarhunda, og tel mjög ólíklegt að þeir hagi sér eins og "venjulegir" hundar.
Hitt er svo líka að mér finnst miklu mannlegra að blindir (eða aðrir fatlaðir) geti búið í sambýli ef þeir vilja. Mörgum þykir áreiðanlegra meira öryggi í því.
Kolbrún Hilmars, 13.7.2010 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.