Skítlegt eðli.

Ég er ekki mikið fyrir að bera einkamál mín á torg, en held ég verði að gera það nú þegar ég hef verið ásökuð um að vera haldin skítlegu eðli og það á víðlesinni bloggsíðu.

Dóttir mín hefur gert það að ævistarfi sínu að bjarga mannslífum. Elsta barnabarnið mitt hefur í mörg ár verið félagi í björgunarsveit, einnig til þess að bjarga mannslífum.

Skyldu athafnir afkomenda minna ráðast af uppeldisáhrifum míns skítlega eðlis eða þrátt fyrir það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hvaða síðu?

Björn Birgisson, 11.7.2010 kl. 17:37

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir áhugann, Björn. Á bloggsíðu Hjálmtýs Heiðdal, sem er vel auglýst á moggablogginu, sem í sjálfu sér afsannar einhliða afstöðu forsvarsmanna þar.

Einmitt þess vegna hefur fólkið mitt verið að lesa bloggið og skorað á mig að verjast.

Kolbrún Hilmars, 11.7.2010 kl. 17:55

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Kolbrún: Án þess ég hafi sérstaka löngun til að munnhöggvast við þig, þá gekk það alveg fram að mér að þú, af öllum manneskjum skyldir með orðum þínum um pempíur reyna að draga fjöður yfirgrímulausar ofbeldisóskir og hvatningar Lofts Altice.

Það kann að vera að ég hafi gengið of langt í orðavalinu þegar ég nefndi skítlegt eðli, og biðst ég afsökunar á því. En ég viðurkenni að þegar las orð þín og skilgreiningu þína á fordæmingum fólks á subbuskap Lofts, sem pempíuskap, varð ég reiður.

Fyrir utan þetta þekki ég þig annars ekki af öðru hér á blogginu en að koma fram af háttvísi og yfirleitt málefnanlegheitum og ég efast ekki um að þú og þín fjölskylda sé heiðvirt fólk.

En sem sagt: Það var ekki meiningin að vega að þér persónulega Kolbrún, en mér sárnaði kommentið þitt.

P.s: Ég er ekki samfylkingarmaður, og ekki bundinn neinu flokki.

hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 22:42

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kærar þakkir fyrir þetta innlegg, Hilmar. Mér sárnaði líka þegar þú annars ágætur bloggvinur að mínu mati skyldir úthýsa mér. Ég met einmitt mikils að eiga góða bloggvini hvaðanæva að úr hinu pólitíska litrófi - það er einmitt þannig sem maður hefur aðgang að fjölbreyttum skoðunum sem kenna manni að líta á öll sjónarhornin. Ekki er síður mikilvægt að eiga góða bloggvini sem eru utan þess pólitíska, þaðan kemur hlutlausa mótvægið.

Sjálf fer ég aldrei í manngreinarálit hvað varðar skoðanir, pólitískar eða aðrar, þannig hef ég líka eignast mína bestu og tryggustu vini. En það fylgir líka að ágreiningur um málefni, jafnvel heit umræða, mun ekki rjúfa vináttuna. Þess vegna er málfrelsið svo mikilvægt. Við getum ekki lifað ef við þurfum alltaf að segja "Já, elskan".

Hvað subbubloggin snertir, þá er mér alveg sama um þau. Líka um pólitískar eiturörvar. Það er bara partur af leiknum.

Ég ætla ekki að móðga þig með því að biðla til þín um nýja bloggvináttu. En ég er ekki langrækin. :)

Kolbrún Hilmars, 11.7.2010 kl. 23:11

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú móðgar mig ekki með því Kolbrún. Það er mér heiður.

Fyrirgefðu hvað ég stökk upp á nef mér...

hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 23:15

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað er bloggvinur? Gott að turtildúfurnar hafa náð saman!  Svona á að leysa málin! Frábært hjá ykkur!

Björn Birgisson, 12.7.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband