11.7.2010 | 16:26
Skítlegt eðli.
Ég er ekki mikið fyrir að bera einkamál mín á torg, en held ég verði að gera það nú þegar ég hef verið ásökuð um að vera haldin skítlegu eðli og það á víðlesinni bloggsíðu.
Dóttir mín hefur gert það að ævistarfi sínu að bjarga mannslífum. Elsta barnabarnið mitt hefur í mörg ár verið félagi í björgunarsveit, einnig til þess að bjarga mannslífum.
Skyldu athafnir afkomenda minna ráðast af uppeldisáhrifum míns skítlega eðlis eða þrátt fyrir það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða síðu?
Björn Birgisson, 11.7.2010 kl. 17:37
Takk fyrir áhugann, Björn. Á bloggsíðu Hjálmtýs Heiðdal, sem er vel auglýst á moggablogginu, sem í sjálfu sér afsannar einhliða afstöðu forsvarsmanna þar.
Einmitt þess vegna hefur fólkið mitt verið að lesa bloggið og skorað á mig að verjast.
Kolbrún Hilmars, 11.7.2010 kl. 17:55
Kolbrún: Án þess ég hafi sérstaka löngun til að munnhöggvast við þig, þá gekk það alveg fram að mér að þú, af öllum manneskjum skyldir með orðum þínum um pempíur reyna að draga fjöður yfirgrímulausar ofbeldisóskir og hvatningar Lofts Altice.
Það kann að vera að ég hafi gengið of langt í orðavalinu þegar ég nefndi skítlegt eðli, og biðst ég afsökunar á því. En ég viðurkenni að þegar las orð þín og skilgreiningu þína á fordæmingum fólks á subbuskap Lofts, sem pempíuskap, varð ég reiður.
Fyrir utan þetta þekki ég þig annars ekki af öðru hér á blogginu en að koma fram af háttvísi og yfirleitt málefnanlegheitum og ég efast ekki um að þú og þín fjölskylda sé heiðvirt fólk.
En sem sagt: Það var ekki meiningin að vega að þér persónulega Kolbrún, en mér sárnaði kommentið þitt.
P.s: Ég er ekki samfylkingarmaður, og ekki bundinn neinu flokki.
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 22:42
Kærar þakkir fyrir þetta innlegg, Hilmar. Mér sárnaði líka þegar þú annars ágætur bloggvinur að mínu mati skyldir úthýsa mér. Ég met einmitt mikils að eiga góða bloggvini hvaðanæva að úr hinu pólitíska litrófi - það er einmitt þannig sem maður hefur aðgang að fjölbreyttum skoðunum sem kenna manni að líta á öll sjónarhornin. Ekki er síður mikilvægt að eiga góða bloggvini sem eru utan þess pólitíska, þaðan kemur hlutlausa mótvægið.
Sjálf fer ég aldrei í manngreinarálit hvað varðar skoðanir, pólitískar eða aðrar, þannig hef ég líka eignast mína bestu og tryggustu vini. En það fylgir líka að ágreiningur um málefni, jafnvel heit umræða, mun ekki rjúfa vináttuna. Þess vegna er málfrelsið svo mikilvægt. Við getum ekki lifað ef við þurfum alltaf að segja "Já, elskan".
Hvað subbubloggin snertir, þá er mér alveg sama um þau. Líka um pólitískar eiturörvar. Það er bara partur af leiknum.
Ég ætla ekki að móðga þig með því að biðla til þín um nýja bloggvináttu. En ég er ekki langrækin. :)
Kolbrún Hilmars, 11.7.2010 kl. 23:11
Þú móðgar mig ekki með því Kolbrún. Það er mér heiður.
Fyrirgefðu hvað ég stökk upp á nef mér...
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 23:15
Hvað er bloggvinur? Gott að turtildúfurnar hafa náð saman! Svona á að leysa málin! Frábært hjá ykkur!
Björn Birgisson, 12.7.2010 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.