1.7.2010 | 14:29
Sjálfsagt að frysta gengislánin.
Lánafyrirtækjum liggur ekkert á að innheimta fleiri afborganir í bili, enda hafa þau undir höndum fjármuni þeirra lántaka sem hafa nú þegar ofgreitt verulegar fjárhæðir.
Það verður þrautin þyngri að endurreikna lánin, jafnvel þótt svo sýnist að einfalt verði að stilla upp nýrri vaxtaprósentu. Við hvað ætla menn svo sem að miða? Upphaflegan afborgunarútreikning/greiðsludreifingu eða raungreiðslur?
Hvað með umsamda afborgunarskilmála til X margra ára þegar lántakinn hefur í raun greitt "fyrirfram" svo nemur nokkrum árum? Eða gera lánveitendur sér vonir um að hirða fyrirframgreiðsluna og kalla hana vaxtahækkun?
Hvað með skaðabætur, svo sem vaxtaálag á ofgreiddar afborganir? Því þótt vextir verði hækkaðir í 8,25% úr algengum 4.74%, þá munar aðeins 3.51% á vaxtastiginu, en þeir vita sem þekkja að afborganir gengislána (m/vöxtum) hafa hækkað um meira en 100%.
Skynsamlegast er að bíða þangað til réttmæti vaxtabreytinga í gerðum samningum hefur verið dæmt í Hæstarétti. Þó ekki væri nema til þess flækja málin ekki enn meira en orðið er.
Vill geta lagt lögbann á gengislán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Athugasemdir
ég bara skil ekki hvernig "talsmenn skuldara" geta í raun verið að tala gegn hagsmunum meirihluta umbjóðenda sinna. Ég skulda en að krónann falli vegna þess að þeir sem tóku áhættu lán fá stórna afslátt af skuldum sínum og þannig auka mínar skuldir beinlínis,
meirihluti þeirra sem skulda eru ekki með ólögleg lán. og annað lögmæti gegnur í báðar áttir, er ekki refsvert að taka ólöglegt lán, ég er ekki að tala um að það ætti að stinga þeirm öllum inn bara þau eru ekki alsaklaus.
Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2010 kl. 22:18
Telur þú Jóhann eitthvað réttlæti fólgið í því að lántakendum sé stórlega mismunað eins og gert hefur verið.Stjórnvaldsaðgerðir undanfarinna ára eru ástæður þess að þjóðinn er í þessum vanda.Stjórnvöld,stjórnendur bankanna fjármálafyrirtækinn,fjármálaeftirlitið,útrásarvíkingarnir,veruleikafyrrt fólk o.s.fr hafa brugðist þjóðinni er það ekki skilið.Það telst ekki vera eðlilegt ástand að stór hluti þjóðarinnar séu í þeim vanda sem yfir okkur dynur.Og við verðum öll að leggjast á eitt um að ná okkur upp úr vandanum.Hættu svo þessu væli Jóhann þú þarft ekki að borga meira en aðrir.Kv.Björn Birgissun
Björn Birgisson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.