Aðferðafræði ný-nýlendustefnunnar.

Hvernig á að brjóta niður sjálfbært þjóðfélag? Þar sem íbúarnir sníða sér stakk eftir vexti og allar vinnufúsar hendur hafa hlutverk og þokkalega lífsafkomu. Þar sem hráefnisölfun er mikilvægasti atvinnuvegurinn en fullvinnsla og iðnaður aukageta - en þó tiltæk ef að kreppir.

Auðvitað byrjar þú á því að opna atvinnusvæðið fyrir utanaðkomandi láglaunuðu flökkuvinnuafli. Ekki er verra að kalla það "frjálst vinnuflæði" - hljómar vel. Svo bíður þú í rólegheitunum eftir því að samkeppnin skili sér með lækkuðum launum og viðunandi atvinnuleysi. Þar með hefur þú skapað láglaunasvæði.

Næsta mál er að ráðast á fjármálin. Þú veist af reynslunni að alls staðar má finna auragráðuga apa og til þess að virkja þá skapar þú fyrirbæri sem þú kallar "frálst peningaflæði". Þú veist að aparnir þínir munu vinna þér vel og fórna samfélaginu sínu fyrir gullið sem þú "lánar" þeim. Þar með hefur þú tryggt þér lánardrottnastöðu gagnvart samfélaginu því auðvitað tryggðirðu jafnframt að samfélagið í heild sé ábyrgt fyrir fjármálasukki apanna.

Þegar þessi tvö markmið eru í höfn, þá stendur þú með pálmann í höndunum. Þú hefur hér með eignast þrælanýlendu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband