Hvað með garðrækt?

Er askan ekki líka góð til þess að bæta gróðurmold? Sé svo, mætti selja hana í neytendaumbúðum líkt og kalk, áburð og fleiri bætiefni.
mbl.is Aska úr Eyjafjallajökli sem bindiefni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki betur en að aska sé að mestu bara kolefni og að plöntur geti unnið kolefni úr jarðvegi alveg eins og úr lofti.

Er með siðasta tímarit nýjustu vísinda sem segja að plöntur með trjáúrgangi og örðum kolefnaríkum efnum í jarðveginum vaxi hraðar, séu harðgerðari og bindi þar að auki meira af kolefni úr andrúmsloftinu.

Eins langt og mín efnafræðiþekking nær sé ég ekki að það ætti að vera eitthvað því til fyrirstöðu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Arnar, þakka þér fyrir þessar upplýsingar.

Ég hef aldrei kynnt mér efnafræðina varðandi öskuna, en miðað við söguna þá eru frjósömustu landssvæði jarðar einmitt í næsta nágrenni við eldfjöllin.

Kolbrún Hilmars, 3.6.2010 kl. 14:23

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svo sannarlega rétt hjá þér Kolbrún - en eflaust í hófi eins og svo margt - svo er það hitt hver ætli eigi þessi "auðæfi" þegar menn fara að græða á tá og fingri af öskunni einni saman

Jón Snæbjörnsson, 3.6.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón, þú segir nokkuð. Ætli askan flokkist ekki sem náttúruauðlind ef hana má nýta í gróðaskyni? Ég tel að þeir sem sitja uppi með öskuna ættu nytjaréttinn líka. :)

Kolbrún Hilmars, 3.6.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband