Of seint, of lítið.

Framtak Steinunnar er virðingarvert og nú er röðin komin að öðrum "bótaþegum".

Úr því sem komið er mun þetta frumkvæði og framtak þingmannsins þó ekki bjarga stöðu kerfisflokkanna í borginni.


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Framtak Steinunnar er EKKI VIRÐINGARVERT! Hún sagði af sér vegna umræðunnar um fjármögnun framboðs síns ...ekki vegna siðspillingar og mútuþægni heldur vegna þess að almenningur komst að spillingunni og var ekki ánægður með það.

corvus corax, 27.5.2010 kl. 17:52

2 identicon

Sammála Kolbrún, too little too late !

Halla (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já hún kann ekki að skammast sín það er ljóst þó ekki sé nema bara af því hvað þurfti til að hún tæki pokann!

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 18:06

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Friðþæging er afleit afstaða til afsagnar. Steinunn hefði átt að standa þessa aðför af sér. Hún gerði ekkert rangt samkvæmt tíðaranda, þáði aðeins það sem henni stóð til boða. Eins og svo margir aðrir. Þessi afsögn er ekki spurning um heiðarleika. Hún snýst um pólitíska hagsmuni. Hagsmuni Samfylkingarinnar. Steinunn víkur vegna flokkshagsmuna ekki af því að hún telur sig brotlega á neinn hátt. Enda var enginn glæpur framinn.

Ég er ósammála þessari umræðu um eilífa sekt. Ef samfélagið hefði haft döngun í sér og afneitað ruglinu á þeim tíma sem það var mögulegt (t.d. þegar Davíð Oddsson lokaði sparisjóðsbókinni í Búnaðarbankanum), þá hefði Hrunið aldrei orðið. En samfélag sem afneitar veruleikanum og er síðan tilbúið til að kenna öllum öðrum um er ekki sérlega virðingarvert.

Ég skil særindin, enda tók ég líka á mig skell, en höfuðleður í beltið er ekki eitthvað sem ég hef hug á að safna. Pólitískur ferill Steinunnar Valdísar er á enda. Sá endir átti að koma fram í apríl 2009 þegar umræðan um styrkina fór fram. Síðbúin hneykslun er í besta falli hlægileg.  

Styrkirnir voru undir í kosningunum 2009. Þeir sem ekki áttuðu sig þá á því sem þar bjó undir, eiga engan rétt á töku tvo.

Upplýst samfélag ber ábyrgð á gerðum sínum.

Ragnhildur Kolka, 27.5.2010 kl. 20:25

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála síðasta ræðumanni

Jón Snæbjörnsson, 28.5.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband